Innlent

Málning á Suðurlandsvegi: Lögreglan óskar eftir vitnum

Boði Logason skrifar
Bíllinn hans Smára varð fyrir miklu tjóni að hans sögn, þegar hann keyrði yfir málninguna sem var á veginum.
Bíllinn hans Smára varð fyrir miklu tjóni að hans sögn, þegar hann keyrði yfir málninguna sem var á veginum. Mynd/Smári
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki á Suðurlandsvegi, skammt norðan Bláfjallaafleggjarans, eftir hádegi síðastliðinn fimmtudag, 24. júní.

Eins og Vísir greindi frá, skömmu eftir atburðinn, féll málningarfata af ökutæki og slettist úr henni á nokkra bíla sem á eftir komu. Í kjölfarið var veginum lokað þar til hreinsunarstarf hafði farið fram. Var það gert bæði til að koma í veg fyrir skemmdir á fleiri ökutækjum en ekki síður til að koma í veg fyrir slys en bílar geta hæglega runnið til á veginum við slíkar aðstæður.



Málningarfatan á veginum. Mildi þykir að ekki fór verr, þar sem málningin getur verið sleip.Mynd/Lögreglan
Smári Örn Árnason var einn þeirra sem keyrði yfir málninguna sem var á veginum. Bíllinn hans varð fyrir miklu tjóni að hans sögn. Hann kvartaði undan því hversu lengi hann beið eftir lögreglunni en margir ökumenn keyrðu af vettvangi. „Við erum þau einu sem nennum að bíða ennþá eftir lögreglunni, hinir eru bara farnir, enda beðið í tvo klukkutíma," sagði Smári skömmu eftir atburðinn.

Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Krókhálsi í Árbæ í síma 444-1190 á skrifstofutíma.






Tengdar fréttir

Málning skemmir bíla á Suðurlandsvegi

„Við erum hérna þrír ökumenn og erum alveg gáttaðir," segir Smári Örn Árnason sem var að keyra Suðurlandsveginn í átt að að Selfossi þegar hann keyrir í málningu sem slettist á veginn úr fötu rétt áður komið er að Litlu-Kaffistofunni. Smári Örn segir að bíllinn hans sé óökufær og sé búinn að bíða eftir lögreglunni í tvo klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×