Handbolti

Köttur beit í hendi norska landsliðsmarkvarðarins viku fyrir EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Gro Hammerseng hugar að Tine Stange.
Gro Hammerseng hugar að Tine Stange. Mynd/AFP
Kari Aalvik Grimsbö, einn markvörður norska landslðisins í handbolta, varð fyrir óvenjulegri árás skömmu áður en EM hófst nú fyrr í vikunni.

Grimsbö var í heimsókn hjá foreldrum sínum þegar að heimiliskötturinn beit hana svo fast í höndina að hún gat lítið sem ekkert spilað með Noregi gegn Frökkum á mánudagskvöldið.

„Ég var algerlega varnarlaus þegar að kötturinn beit mig skyndilega í höndina. Kannski var það vegna þess að ég lyktaði eins og hundur," sagði hún í samtali við norska fjölmiðla.

Hún þarf nú að spila með umbúðir á höndinni til að verja sárið en það ætti ekki að há henni mikið í framhaldinu.

Óvíst er hvað verður um köttinn, en fjölskyldan mun hafa íhugað að lóga honum. Það er þó enn óvíst hvort af því verði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×