Eina vottaða dagblaðaprentsmiðjan Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. desember 2010 14:00 Í prentsalnum Kristþór Gunnarsson framkvæmdastjóri og Kjartan Kjartansson prentsmiðjustjóri eru að vonum hæstánægðir með nýtilkomna Svansvottun Ísafoldarprentsmiðju. Markaðurinn/Anton Ísafoldarprentsmiðja hefur fengið vottun Svansins, opinbers umhverfismerkis Norðurlandanna. Prentsmiðjan er fyrsta dagblaðaprentsmiðjan sem fær Svansvottun hér á landi. Fréttablaðið er prentað í Ísafoldarprentsmiðju. Að sögn Kristþórs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra prentsmiðjunnar, hefur verið unnið að því í nokkra mánuði að fá vottunina. Hún gekk svo í gegn 15. nóvember síðastliðinn, en prentsmiðjan fékk í gær afhent viðurkenningarskjal til marks um hana. Vottunin gildir til marsloka 2012. Kristþór segir komið hafa skemmtilega á óvart hversu prentsmiðjan var nálægt því að uppfylla kröfur Svansins þegar byrjað var að skoða hvaða hluti þyrfti að bæta. „Hjá okkur hefur pappír til dæmis í mörg ár verið baggaður og sendur í endurvinnslu. Síðan var notkun efna sem ekki voru umhverfisvæn í algjöru lágmarki," segir hann. Kristþór segir líka að umhverfisvitund þurfi ekki endilega að kalla á meiri kostnað í rekstrinum. „Hluti af þessu ferli er að lágmarka umhverfisáhrif rekstrarins," segir hann og bendir á að þar sé einnig horft til þátta eins og betri nýtingar hráefnis og orku. „Til dæmis er reynt að lágmarka afskurð. Árangurinn kemur fram í hagkvæmari rekstri, þannig að það getur alveg verið samasemmerki á milli hagkvæmni og umhverfisvitundar." Mismiklar kröfur eru gerðar til fyrirtækja eftir eðli starfsemi þeirra áður en að vottun kemur. Kristþór segir að þar á bæ hafi menn haft af því vissar áhyggjur þegar af stað var farið, því í prentgeira eru mestar kröfur gerðar til dagblaðaprentunar. Þær prentsmiðjur þurfi að fá yfir 85 punkta í umhverfisúttekt á meðan hefðbundin arkaprentsmiðja þurfi aðeins 55. „En Ísafold skoraði 92 stig í umsókninni," segir hann. Prentsmiðjan er með blandaða prentun. Auk dagblaðaprentunarinnar sinnir hún arkaprentun, „heatset" og stafrænni prentun. „Og vottunin nær yfir allar þessar tegundir prentunar." Í þeim framleiðsluaðferðum sem teknar hafa verið upp hjá Ísafoldsprentsmiðju er horft til þess að lágmarka notkun pappírs, prentlita, hreinsiefna, rafmagns, gass og spilliefna. Þá er horft til þess að velja ætíð umhverfisvænsta hráefnið, sé þess nokkur kostur, og fylgja ströngustu kröfum við förgun spilliefna. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar og Facebook-síðu Svansmerkisins eru nú yfir tíu íslensk fyrirtæki með Svansvottun. Auk Ísafoldar eru þrjár aðrar prentsmiðjur með slíka vottun. Á vef Svansmerkisins segir að neytendur eigi að geta verið vissir um að innkaup þeirra séu betri fyrir umhverfið og heilsuna þegar valdar séu vörur með merki svansins. „Svanurinn setur strangar kröfur um heildarlífsferil vöru og þjónustu, svo sem innihald og notkun hættulegra efna, orku- og hráefnisnotkun og meðhöndlun úrgangs," segir þar. Fréttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Ísafoldarprentsmiðja hefur fengið vottun Svansins, opinbers umhverfismerkis Norðurlandanna. Prentsmiðjan er fyrsta dagblaðaprentsmiðjan sem fær Svansvottun hér á landi. Fréttablaðið er prentað í Ísafoldarprentsmiðju. Að sögn Kristþórs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra prentsmiðjunnar, hefur verið unnið að því í nokkra mánuði að fá vottunina. Hún gekk svo í gegn 15. nóvember síðastliðinn, en prentsmiðjan fékk í gær afhent viðurkenningarskjal til marks um hana. Vottunin gildir til marsloka 2012. Kristþór segir komið hafa skemmtilega á óvart hversu prentsmiðjan var nálægt því að uppfylla kröfur Svansins þegar byrjað var að skoða hvaða hluti þyrfti að bæta. „Hjá okkur hefur pappír til dæmis í mörg ár verið baggaður og sendur í endurvinnslu. Síðan var notkun efna sem ekki voru umhverfisvæn í algjöru lágmarki," segir hann. Kristþór segir líka að umhverfisvitund þurfi ekki endilega að kalla á meiri kostnað í rekstrinum. „Hluti af þessu ferli er að lágmarka umhverfisáhrif rekstrarins," segir hann og bendir á að þar sé einnig horft til þátta eins og betri nýtingar hráefnis og orku. „Til dæmis er reynt að lágmarka afskurð. Árangurinn kemur fram í hagkvæmari rekstri, þannig að það getur alveg verið samasemmerki á milli hagkvæmni og umhverfisvitundar." Mismiklar kröfur eru gerðar til fyrirtækja eftir eðli starfsemi þeirra áður en að vottun kemur. Kristþór segir að þar á bæ hafi menn haft af því vissar áhyggjur þegar af stað var farið, því í prentgeira eru mestar kröfur gerðar til dagblaðaprentunar. Þær prentsmiðjur þurfi að fá yfir 85 punkta í umhverfisúttekt á meðan hefðbundin arkaprentsmiðja þurfi aðeins 55. „En Ísafold skoraði 92 stig í umsókninni," segir hann. Prentsmiðjan er með blandaða prentun. Auk dagblaðaprentunarinnar sinnir hún arkaprentun, „heatset" og stafrænni prentun. „Og vottunin nær yfir allar þessar tegundir prentunar." Í þeim framleiðsluaðferðum sem teknar hafa verið upp hjá Ísafoldsprentsmiðju er horft til þess að lágmarka notkun pappírs, prentlita, hreinsiefna, rafmagns, gass og spilliefna. Þá er horft til þess að velja ætíð umhverfisvænsta hráefnið, sé þess nokkur kostur, og fylgja ströngustu kröfum við förgun spilliefna. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar og Facebook-síðu Svansmerkisins eru nú yfir tíu íslensk fyrirtæki með Svansvottun. Auk Ísafoldar eru þrjár aðrar prentsmiðjur með slíka vottun. Á vef Svansmerkisins segir að neytendur eigi að geta verið vissir um að innkaup þeirra séu betri fyrir umhverfið og heilsuna þegar valdar séu vörur með merki svansins. „Svanurinn setur strangar kröfur um heildarlífsferil vöru og þjónustu, svo sem innihald og notkun hættulegra efna, orku- og hráefnisnotkun og meðhöndlun úrgangs," segir þar.
Fréttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira