Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 29. apríl 2010 05:00 Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira