Viðskipti innlent

Veltan á gjaldeyrismarkaði fjórföld á við apríl

Veltan á gjaldeyrismarkaðinum hérlendis hefur fjórfaldast í maí miðað við apríl á þessu ári. Veltan það sem af er maí er orðin tæplega 2,2 milljarðar kr. Í apríl nam þessi velta hinsvegar 512 milljónum kr.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans en taka skal fram að þar eru veltutölur á gjaldeyrismarkaðinum birtar með tveggja virkra daga seinkun. Fyrrgreind velta í maí er því fram að og með fimmtudeginum í síðustu viku. Munurinn gæti því verið enn meiri.

Samkvæmt þessum tölum hefur veltan í einum mánuði á gjaldeyrismarkaðinum hérlendis ekki verið meiri síðan í desember í fyrra.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gengi krónunnar verið að styrkjast jafnt og þétt frá áramótum. Hefur gengi krónunnar ekki verið sterkara síðan í apríl í fyrra. Mest hefur krónan styrkst gagnvart evrunni frá áramótum eða um 10,8%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×