Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2010 21:00 Sir Philip Green ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum. Mynd/ afp. Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. Financial Mail segir frá því að fyrir fjórum árum hafi Green sent þrjá menn á sínum vegum í Seðlabanka Bretlands til að óska eftir fundi með Mervyn King seðlabankastjóra. Tilgangurinn hafi verið að veita Seðlabankanum ráð um það hvernig eigi að spara í hvers kyns neyslu, allt frá kaupum á ljósritunarpappír til leigu á fasteignum eða greiðslu orkureikninga. Skýrsla Greens og félaga um málið er væntanleg í næsta mánuði, en nákvæm tímasetning hefur ekki verið gefin upp. „Ég er beinlínis í símanum núna að ræða málin," sagði Green í samtali við blaðamann Financial Mail á föstudaginn. Hann sagði að of snemmt væri að segja til um hver niðurstaða sín yrði. Hann myndi þó líklegast kynna hana persónulega. Philip Green og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa verið félagar um árabil og til stóð um tíma að Jón Ásgeir myndi fjárfesta í Arcadia, eignarhaldsfélagi Greens. Þá fundaði Green með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands skömmu eftir bankahrunið árið 2008 og bauðst til að kaupa helstu eigur íslenska ríkisins á brunaútsölu. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. Financial Mail segir frá því að fyrir fjórum árum hafi Green sent þrjá menn á sínum vegum í Seðlabanka Bretlands til að óska eftir fundi með Mervyn King seðlabankastjóra. Tilgangurinn hafi verið að veita Seðlabankanum ráð um það hvernig eigi að spara í hvers kyns neyslu, allt frá kaupum á ljósritunarpappír til leigu á fasteignum eða greiðslu orkureikninga. Skýrsla Greens og félaga um málið er væntanleg í næsta mánuði, en nákvæm tímasetning hefur ekki verið gefin upp. „Ég er beinlínis í símanum núna að ræða málin," sagði Green í samtali við blaðamann Financial Mail á föstudaginn. Hann sagði að of snemmt væri að segja til um hver niðurstaða sín yrði. Hann myndi þó líklegast kynna hana persónulega. Philip Green og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa verið félagar um árabil og til stóð um tíma að Jón Ásgeir myndi fjárfesta í Arcadia, eignarhaldsfélagi Greens. Þá fundaði Green með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands skömmu eftir bankahrunið árið 2008 og bauðst til að kaupa helstu eigur íslenska ríkisins á brunaútsölu.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira