Handbolti

Spilaði með snýtibréf í vasanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Liðsfélagar Karin Mortensen fagnar henni eftir leikinn.
Liðsfélagar Karin Mortensen fagnar henni eftir leikinn. Mynd/AFP
Danski landsliðsmarkvörðurinn Karin Mortensen var maður leiksins þegar að Danir unnu Serba á mánudagskvöldið þrátt fyrir að hún hafi verið að glíma við kvef.

Athygli vakti að Mortensen var með snýtibréf í vasanum á buxunum sínum sem hún notaði eftir þörfum á milli sókna í leikjum.

„Ég er með kvef. Ég held að ég hafi fengið það í æfingamótinu í Noregi í síðustu viku. Það var afar kalt þar," sagði Mortensen við fjölmiðla eftir leikinn og vill helst sleppa við að þurfa að gera það áfram, þó svo að henni hafi gengið vel í fyrsta leiknum.

„Ég held að ég muni líta seint á snýtibréfið sem happagrip. Ég vona að ég losi mig við kvefið fljótlega því það er erfitt að þurfa sífellt að snýta sér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×