Sport

Evra ánægður með endurkomu Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney eftir leikinn gegn Wigan um helgina.
Wayne Rooney eftir leikinn gegn Wigan um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Ekkert vandamál er á milli þeirra Patrice Evra og Wayne Rooney að sögn þess fyrrnefnda.

Eins og frægt er greindi Rooney óvænt frá því frá því í síðasta mánuði að hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Hann gaf í skyn að hann vildi fara frá félaginu og var Evra einn þeirra sem gagnrýndi hann opinberlega á þeim tímapunkti.

En Rooney hætti svo skyndilega við, skrifaði undir nýjan samning og lék um helgina sinn fyrsta leik með United eftir fjarveru vegna meiðsla.

„Það var mjög gott að sjá hann aftur inn á vellinum," sagði Evra. „Við ætlum allir að hjálpa honum að komast aftur í sitt besta form og skora fyrir United á ný."

„Við Wayne ræðum ekki fortíðina, við hugsum aðeins um framtíðina. Framtíðin er sú að hann verður aftur einn bestu leikmanna heims."

„Það sem ég sagði var að félagið sjálft væri það mikilvægasta, ekki Wayne Wooney eða Patrice Evra."

„Ég sagði aldrei að leikmennirnir væru á móti Rooney. Það var sárt þegar hann sagðist ekki treysta á að framtíðarsýn United væri nægilega góð en það er allt hluti af fortíðinni nú."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×