Innlent

Mesta verðstríð í sjö ár

„Það hafa komið tímabundnar verðsamkeppnir áður," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB um verðstríðið sem hefur geisað á eldsneytismarkaðnum undanfarnar vikur en verð á eldsneyti hefur snarlækkað síðan Orkan reið á vaðið og lækkaði bensíni og dísil olíu langt niður fyrir 190 krónur.

Aftur á móti hækkuðu Olís og Skeljungur verðið í dag, mest um rúmar tuttugu krónur. Samkvæmt tilkynningu frá Olís þá var verðið hækkað í samræmi við þróun heimsmarkaðsverðs. Það er um 207 krónur á meðan lægsta verð er um 183 krónur á Suðurlandi.

Að sögn Runólfs hefur jafn harðvítug samkeppni ekki ríkt á eldsneytismarkaði síðan Atlantsolía kom á markað.

„Það eru svona sjö ár síðan ég sá þetta síðast, segir Runólfur um samkeppnina sem nú ríkir.

Þrátt fyrir að Skeljungur og Olís hafi hækkað verð á eldsneyti bjóða Orkan, Atlantsolía og N1 enn þá upp á frekar lágt eldsneytisverð.

„Þetta er vísbending um að menn séu á tánum og það sé meiri samkeppni um viðskiptavinina en oft áður," segir Runólfur um baráttu olíufyrirtækjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×