Handbolti

Aron tryggði Kiel nauman sigur á Lubbecke

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron steig upp undir lokin.
Aron steig upp undir lokin.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Kiel komust í hann krappann í kvöld er þeir mættu liði Þóris Ólafssonar, TuS N-Lubbecke, í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í kvöld.

Kiel vann 29-30 og skoraði Aron Pálmarsson sigurmark Kiel í leiknum einum sex sekúndum fyrir leikslok.

Lubbecke veitti Kiel mikla keppni og var með tveggja marka forskot þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Kiel kom til baka og náði að tryggja sér sigur eftir æsispennandi lokasprett.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel en Þórir lék ekki með Lubbecke vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×