Innlent

Olís hækkar lítrann um 20 krónur

Olís hækkaði í morgun verð á bensíni og dísel um 20 krónur á lítra. Á vef fyrirtækisins segir að verð á bensíni og dísel sé langt undir því verði sem þarf til að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði. Þar segir einnig að verðið sé nú undir verði í flestum af nágrannaríkjunum. Ekkert annað félag hefur fylgt hækkuninni eftir í dag fyrir utan ÓB sem er í eigu Olís.

„Það er stefna félagsins að haga verðlagningu í samræmi við þróun heimsmarkaðsverðs, en á sama tíma að bjóða viðskiptavinum ávallt upp á samkeppnishæft verð og góða þjónustu og við þá stefnu mun félagið standa," segir á heimasíðunni.

Algengt verð á bensínlítranum hjá Olís er nú 207 krónur og lítrinn af dísel 204 krónur.

Á höfuðborgarsvæðinu er lítrinn á 186,30 krónur hjá Orkunni og dísel á 183,30. Hjá Atlantsolíu er líterinn á 186,70 og N1 187 krónur.

Mestur er verðmunurinn því sennilega 21 króna á lítrann.

Verð á bensíni og dísel á Höfuðborgarsvæðinu er hægt að sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×