Sport

Grange sigraði - Björgvin féll úr keppni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi sigraði á fyrsta heimsbikarmóti tímabilsins.
Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi sigraði á fyrsta heimsbikarmóti tímabilsins. Nordic Photos/Getty Images

Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi sigraði á fyrsta heimsbikarmóti tímabilsins í svigi í karlaflokki í dag en keppt var í Finnlandi. Andre Myhrer varð annar og Króatinn Ivica Kostelic varð þriðji. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík var á meðal keppenda en hann féll úr leik í fyrri umferðinni.

Samanlagður tími Grange var 1.46,64 mín., Myhrer var 0,33 sekúndum á eftir og Kostelic var tæpri sekúndu á eftir Frakkanum. Þetta er í sjöunda sinn sem Grange sigrar á heimsbikarmóti en hann var efstur á stigalistanum í svigi á heimsbikarmótaröðinni árið 2009. Grange gat ekki tekið þátt á Ólympíuleikunum í Vancouver vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í Beaver Creek í desember á s.l. ári.

Austurríkismennirnir Reinfried Herbst, Benjamin Raich og Marcel Hirscher náðu ekki að ljúka við fyrri ferðina líkt og Bandaríkjamaðurinn Bode Miller.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×