Innlent

Félagsráðgjafar vilja lýsandi nafn

Félagsráðgjafafélagið hefur sent frá sér ályktun vegna fyrirhugaðrar sameiningar Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins.
Félagsráðgjafafélagið hefur sent frá sér ályktun vegna fyrirhugaðrar sameiningar Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Félagsráðgjafafélag Íslands skorar á stjórnvöld að finna sameinaðri stofnun Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættis nafn sem lýsi hlutverki hennar og er hlutlaust gangvart starfsstéttunum þrjátíu og tveimur sem stofnunin sér um leyfisveitingar til og hefur eftirlit með. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi fyrr í mánuðinum. Þá telur stjórn félagsins mikilvægt að yfirmaður stofnunarinnar beri starfsheitið forstjóri eða forstöðumaður og hafi menntun á heilbrigðissviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×