Gæti hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti 29. júní 2010 11:55 Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir þessa þróun verðlags geta hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti. Verðhjöðnunar gætti á milli maímánuðar og júní. Ársverðbólga mælist nú 5,7 prósent, og hefur ekki verið lægri síðan í árslok 2007. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir þessa þróun verðlags geta hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti. Lækkun vísitölu neysluverðs nam 0,33 prósentum milli maí og júní, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna verðhjöðnun í júnímánuði. Munar hér mest um að verð á bensíni og díselolíu lækkaði um tæp 6 prósent milli mánaða, en það má rekja til lækkunar heimsmarkaðsverðs, styrkingar krónunnar og verðstríðs olíufélaganna. Þá hafði verðlækkun matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent nokkur áhrif, sem fyrst og fremst má rekja til styrkingar krónunnar. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir óalgengt að verðlag lækki í júní, en algengara sé að slíkt gerist í kringum útsölur í janúar og júlí. Það gæti því allt eins verið von á því að verðlag lækki tvo mánuði í röð. Að öðru jöfnu getur viðvarandi verðhjöðnun haft veruleg neikvæð áhrif á efnahagslíf ríkja. Þórhallur segist þó ekki hafa áhyggjur vegna þessa og býst ekki við að verðhjöðnunin verði svo mikil að það hafi áhrif hér á landi. Ársverðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007 þegar hún mældist 5,2 prósent. Sé tekið mið af verðþróun undanfarinna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Þórhallur segir það benda til þess að dregið hafi úr verðbólguþrýstingi og það geti hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti. Verðbólgumarkmið seðlabankans er 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004. Tengdar fréttir Verðbólga 5,7 prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 364,1 stig og lækkaði um 0,33% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46% frá maí. 29. júní 2010 09:07 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Verðhjöðnunar gætti á milli maímánuðar og júní. Ársverðbólga mælist nú 5,7 prósent, og hefur ekki verið lægri síðan í árslok 2007. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir þessa þróun verðlags geta hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti. Lækkun vísitölu neysluverðs nam 0,33 prósentum milli maí og júní, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna verðhjöðnun í júnímánuði. Munar hér mest um að verð á bensíni og díselolíu lækkaði um tæp 6 prósent milli mánaða, en það má rekja til lækkunar heimsmarkaðsverðs, styrkingar krónunnar og verðstríðs olíufélaganna. Þá hafði verðlækkun matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent nokkur áhrif, sem fyrst og fremst má rekja til styrkingar krónunnar. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir óalgengt að verðlag lækki í júní, en algengara sé að slíkt gerist í kringum útsölur í janúar og júlí. Það gæti því allt eins verið von á því að verðlag lækki tvo mánuði í röð. Að öðru jöfnu getur viðvarandi verðhjöðnun haft veruleg neikvæð áhrif á efnahagslíf ríkja. Þórhallur segist þó ekki hafa áhyggjur vegna þessa og býst ekki við að verðhjöðnunin verði svo mikil að það hafi áhrif hér á landi. Ársverðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007 þegar hún mældist 5,2 prósent. Sé tekið mið af verðþróun undanfarinna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Þórhallur segir það benda til þess að dregið hafi úr verðbólguþrýstingi og það geti hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti. Verðbólgumarkmið seðlabankans er 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004.
Tengdar fréttir Verðbólga 5,7 prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 364,1 stig og lækkaði um 0,33% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46% frá maí. 29. júní 2010 09:07 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Verðbólga 5,7 prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 364,1 stig og lækkaði um 0,33% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46% frá maí. 29. júní 2010 09:07