Innlent

Segir Kaupþing hafa veitt ólögmæt lán

Forveri Arion banka, Kaupþing, veitti ólögmætt gengistryggt húsnæðislán, segir hæstaréttarlögmaður og véfengir þar með yfirlýsingu Arion banka um að lánasamningar hans séu löglegir.

Arion banki birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni strax sama dag og gengislánadómarnir féllu í Hæstarétti. Þar segir að það sé mat lögfræðinga bankans að lánasamningar Arion banka séu löglegir.

Fréttastofa er með lánasamning sem einn af viðskiptavinum Kaupþings gerði við bankann árið 2007. Hann tók rúmar 30 milljónir króna að láni, en lánið var á pappírunum í japönskum jenum.

Ragnar Baldursson var verjandi í öðru myntkörfumálinu sem Hæstiréttur dæmdi í fyrir helgi. Við bárum samninginn undir hann.

„Samningurinn er að mínu mati ótvírætt ólögmætur alveg eins og þau lán sem voru dæmd ólögmæt í Hæstarétti á miðvikudag í síðustu viku. Þarna er þremur lykilskilyrðum fullnægt fyrir því að þau séu teljist ólögmæt. Lánsfjárhæðin er tiltekin í íslenskum krónum, afborgarinnar breytast í samræmi við breytingu á þeim erlenda gjaldmiðli sem um er að ræða og orðið gengistrygging er notað í málinu. Þetta er mjög sambærilegt við það sem Hæstiréttur taldi leiða til ólögmætis," segir Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×