Viðskipti innlent

Ársverðbólgan komin niður í 3,7%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september er 362,6 stig og er óbreytt frá fyrra mánuði. Þetta þýðir að ársverðbólgan minnkar niður í 3,7% en hún v ar 4,5% í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 344,9 stig og er hún einnig óbreytt frá ágúst.

Á vefsíðu Hagstofunnar segir að sumarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% (vísitöluáhrif 0,35%). Kostnaður við rekstur ökutækja lækkaði um 1,2% (-0,11%) og flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,2% (-0,11%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,4% sem jafngildir 1,6% verðhjöðnun á ári (einnig 1,6% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2010, sem er 362,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.160 stig fyrir nóvember 2010.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×