Handbolti

Hrafnhildur: Leikurinn átti að vera jafnari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Hrafnhildur var afar ákveðin í kvöld. Mynd/Ole Nielsen
Hrafnhildur var afar ákveðin í kvöld. Mynd/Ole Nielsen
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var valinn besti leikmaður íslenska liðsins eftir tapið gegn Svartfellingum fyrr í kvöld.

Hún segir að það hafi verið svekkjandi að tapa leiknum þar sem að Íslendingar hafi spilað mun betur í dag en gegn Króötum á þriðjudagskvöldið. Liðið hafi þó mátt nýta færin sín betur.

„Við vorum fjórum mörkum undir í hálfleik og munurinn á milli liðanna var sá að við höfðum klúðrað dauðafærunum en ekki þær," sagði Hrafnhildur eftir leikinn.

„Það er svekkjandi þar sem við áttum að vera betur inn í leiknum og hann hefði átt að vera jafnari."

„En það er klárlega margt sem var betra í þesssum leik og margt jákvætt sem hægt er að taka úr honum. Við vorum betri, bæði í vörn og sókn. Við vorum ekki eins flatar og við vorum áður í vörninni en hefðum samt mátt vera aðeins duglegri að fara út og brjóta á þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×