Sammála Hreyfingunni Jón Steinsson skrifar 27. október 2010 06:00 Stjórnvöld hafa nýverið kynnt áform um breytingar á gjaldþrotalögum fyrir einstaklinga. Áformin kveða á um að kröfur fyrnist að tveimur árum liðnum. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt sem stjórnvöld hefðu átt að stíga strax haustið 2008. En betra seint en aldrei. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa gagnrýnt frumvarpið fyrir að ganga ekki nægilega langt. Þau frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir að fyrningu megi rifta með dómsúrskurði ef lánadrottinn sýnir fram á að hann hafi „sérstaka hagsmuni" af því að slíta aftur fyrningu, svo og ef telja má að fullnusta geti fengist í kröfuna á nýjum fyrningartíma. Þingmenn Hreyfingarinnar telja þessi ákvæði allt of rúm. Þau benda réttilega á að kröfuhafi hafi alltaf sérstaka hagsmuni af því að slíta fyrningunni. Ég er sammála þingmönnum Hreyfingarinnar um að þessi ákvæði séu óskynsamleg. Ef þessi ákvæði verða að lögum mun það koma í hlut íslenskra lögfræðinga og dómara að túlka vilja löggjafans varðandi þessi atriði. Hættan er að íhaldssamir lögfræðingar og dómarar túlki vilja löggjafans þröngt og því gagnist þessi nýju lög fáum. Til þess að taka fyrir þessa hættu væri skynsamlegt að ríkisstjórnin stigi skrefið til fulls og skrifi skýr lög hvað þetta varðar. Vitaskuld koma ýmis útfærsluatriði til álita. Þannig mættu lögin kveða á um að hluti krafna fyrnist ekki (t.d. skuldir sem nema meðalárstekjum viðkomandi yfir nokkurra ára tímabil á undan eða eitthvað í þeim dúr). En það ætti að vera kristaltært í lögunum að aðili sem gengur í gegnum gjaldþrot losni við nægilega mikið af skuldum sínum til þess að hann geti „byrjað upp á nýtt". Það er einkennilegt að vinstristjórn á Íslandi árið 2010 veigri sér við að taka skref til þess að bæta stöðu þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu sem meira að segja hægrisinnuðustu ríkisstjórnir Bandaríkjanna síðustu 100 árin hafa tekið sem sjálfsögðum hlut. Íhaldssemi finnst víðar á Íslandi en í Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað er það rétt sem íhaldsmennirnir segja að fyrning krafna við gjaldþrot mun hækka vexti lána þar sem áhætta lánveitenda eykst. Það eru tvær hliðar á öllum peningum. En fyrning krafna hefur einnig kosti. Við núverandi aðstæður er mikilvægasti kosturinn að hún heggur á það að fólk í vonlausri stöðu missi móðinn þegar bankinn vill ekki semja um niðurfærslu skulda. (Bankar eiga erfitt með að semja um slíkt við suma þar sem þá vilja allir hinir fá það sama.) Við venjulegar aðstæður leiðir fyrning krafna til þess að áhættusækni þeirra sem skulda eykst. Íhaldsmenn líta slíkt neikvæðum augum þar sem þeim finnst ótækt að stjórnvöld ýti undir óráðsíu. En áhættusæknir frumkvöðlar eru oft þeir sem skapa mest verðmæti fyrir samfélagið. Með fyrningu krafna við gjaldþrot væru stjórnvöld því að ýta undir frumkvöðlastarfsemi. Ákvæði um að unnt sé að rifta fyrningu krafna síðar grefur verulega undan kostum fyrningarinnar. Hvati þeirra sem nýta sér þennan kost til þess að standa sig vel í framtíðinni veikist þar sem velgengni í framtíð gæti kallað á upprisu gamalla skulda frá dauðum. Fyrir um 110 árum settu Bandaríkin lög um fyrningu krafna við gjaldþrot einstaklinga. Það var gert í kjölfar fjármálakreppu og umræðan í Bandaríkjunum á þeim tíma var mjög svipuð umræðunni á Íslandi nú. Íhaldsmenn voru á móti þar sem þeir töldu óskynsamlegt að höggva skarð í eignarrétt lánveitenda. Um 50 árum fyrr átti sér stað svipuð umræða í Bandaríkjunum um hvort rétt væri að leyfa stofnun fyrirtækja með takmarkaðri ábyrgð hluthafa. Íhaldsmenn voru á móti því með svipuðum rökum. Það hefur hins vegar sýnt sig að þessar lagabreytingar hafa reynst vel. Bandaríkin hafa verið leiðandi í efnahagsmálum þrátt fyrir þessi frávik frá hreinræktaðri einkaréttarfrjálshyggju og raunar ekki síst vegna þess að lagaumhverfið þar ýtir undir það að ungt framsækið fólk taki áhættu til þess að skapa eitthvað nýtt. Vonandi hafa stjórnvöld á Íslandi kjark til þess að taka þetta sama skref hér á Íslandi nú 110 árum síðar. Ég spái því að það muni reynast vel og eftir 30 ár muni þeir sem nú eru á móti þessum breytingum líta hjákátlega út. Svona svipað og þeir sem voru á móti litasjónvarpi á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa nýverið kynnt áform um breytingar á gjaldþrotalögum fyrir einstaklinga. Áformin kveða á um að kröfur fyrnist að tveimur árum liðnum. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt sem stjórnvöld hefðu átt að stíga strax haustið 2008. En betra seint en aldrei. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa gagnrýnt frumvarpið fyrir að ganga ekki nægilega langt. Þau frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir að fyrningu megi rifta með dómsúrskurði ef lánadrottinn sýnir fram á að hann hafi „sérstaka hagsmuni" af því að slíta aftur fyrningu, svo og ef telja má að fullnusta geti fengist í kröfuna á nýjum fyrningartíma. Þingmenn Hreyfingarinnar telja þessi ákvæði allt of rúm. Þau benda réttilega á að kröfuhafi hafi alltaf sérstaka hagsmuni af því að slíta fyrningunni. Ég er sammála þingmönnum Hreyfingarinnar um að þessi ákvæði séu óskynsamleg. Ef þessi ákvæði verða að lögum mun það koma í hlut íslenskra lögfræðinga og dómara að túlka vilja löggjafans varðandi þessi atriði. Hættan er að íhaldssamir lögfræðingar og dómarar túlki vilja löggjafans þröngt og því gagnist þessi nýju lög fáum. Til þess að taka fyrir þessa hættu væri skynsamlegt að ríkisstjórnin stigi skrefið til fulls og skrifi skýr lög hvað þetta varðar. Vitaskuld koma ýmis útfærsluatriði til álita. Þannig mættu lögin kveða á um að hluti krafna fyrnist ekki (t.d. skuldir sem nema meðalárstekjum viðkomandi yfir nokkurra ára tímabil á undan eða eitthvað í þeim dúr). En það ætti að vera kristaltært í lögunum að aðili sem gengur í gegnum gjaldþrot losni við nægilega mikið af skuldum sínum til þess að hann geti „byrjað upp á nýtt". Það er einkennilegt að vinstristjórn á Íslandi árið 2010 veigri sér við að taka skref til þess að bæta stöðu þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu sem meira að segja hægrisinnuðustu ríkisstjórnir Bandaríkjanna síðustu 100 árin hafa tekið sem sjálfsögðum hlut. Íhaldssemi finnst víðar á Íslandi en í Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað er það rétt sem íhaldsmennirnir segja að fyrning krafna við gjaldþrot mun hækka vexti lána þar sem áhætta lánveitenda eykst. Það eru tvær hliðar á öllum peningum. En fyrning krafna hefur einnig kosti. Við núverandi aðstæður er mikilvægasti kosturinn að hún heggur á það að fólk í vonlausri stöðu missi móðinn þegar bankinn vill ekki semja um niðurfærslu skulda. (Bankar eiga erfitt með að semja um slíkt við suma þar sem þá vilja allir hinir fá það sama.) Við venjulegar aðstæður leiðir fyrning krafna til þess að áhættusækni þeirra sem skulda eykst. Íhaldsmenn líta slíkt neikvæðum augum þar sem þeim finnst ótækt að stjórnvöld ýti undir óráðsíu. En áhættusæknir frumkvöðlar eru oft þeir sem skapa mest verðmæti fyrir samfélagið. Með fyrningu krafna við gjaldþrot væru stjórnvöld því að ýta undir frumkvöðlastarfsemi. Ákvæði um að unnt sé að rifta fyrningu krafna síðar grefur verulega undan kostum fyrningarinnar. Hvati þeirra sem nýta sér þennan kost til þess að standa sig vel í framtíðinni veikist þar sem velgengni í framtíð gæti kallað á upprisu gamalla skulda frá dauðum. Fyrir um 110 árum settu Bandaríkin lög um fyrningu krafna við gjaldþrot einstaklinga. Það var gert í kjölfar fjármálakreppu og umræðan í Bandaríkjunum á þeim tíma var mjög svipuð umræðunni á Íslandi nú. Íhaldsmenn voru á móti þar sem þeir töldu óskynsamlegt að höggva skarð í eignarrétt lánveitenda. Um 50 árum fyrr átti sér stað svipuð umræða í Bandaríkjunum um hvort rétt væri að leyfa stofnun fyrirtækja með takmarkaðri ábyrgð hluthafa. Íhaldsmenn voru á móti því með svipuðum rökum. Það hefur hins vegar sýnt sig að þessar lagabreytingar hafa reynst vel. Bandaríkin hafa verið leiðandi í efnahagsmálum þrátt fyrir þessi frávik frá hreinræktaðri einkaréttarfrjálshyggju og raunar ekki síst vegna þess að lagaumhverfið þar ýtir undir það að ungt framsækið fólk taki áhættu til þess að skapa eitthvað nýtt. Vonandi hafa stjórnvöld á Íslandi kjark til þess að taka þetta sama skref hér á Íslandi nú 110 árum síðar. Ég spái því að það muni reynast vel og eftir 30 ár muni þeir sem nú eru á móti þessum breytingum líta hjákátlega út. Svona svipað og þeir sem voru á móti litasjónvarpi á sínum tíma.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun