Handbolti

Íslendingarnir með stórleik í sigri AG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik með AG í kvöld.
Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik með AG í kvöld. Mynd/AG

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tæplega helming marka AG í sigri liðsins á Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, 30-25.

Snorri Steinn skoraði átta mörk í leiknum í kvöld og Arnór Atlason sex. AG er enn taplaust á toppi deildarinnar eftir sex leiki.

Þá skoraði Ingimundur Ingimundarson tvö mörk fyrir Álaborg sem vann Viborg í kvöld, 36-28.

Pétur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Midtjylland sem tapaði fyrir Kolding á útivelli, 38-27.

Álaborg er í fimmta sæti deildarinnar með sex stig eftir fimm leiki og Midtjylland í því tíunda með fimm stig.

Björgvin Páll Sigurðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen töpuðu fyrir Valladolid frá Spáni í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, 30-28, á heimavelli sínum í Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×