Umfjöllun: KR átti ekkert svar við leik Snæfells Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 08:23 Mynd/Daníel Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira