Innlent

Bæjarstjóralaun eru 850 þúsund

Guðmundur Þór Guðjónsson
Guðmundur Þór Guðjónsson
„Starf bæjarstjóra er gríðarlega umfangsmikið og undarlegt að minnihlutinn skuli sjá ofsjónum yfir því að það séu greidd þokkaleg laun fyrir það," segir Guðmundur Þór Guðjónsson, formaður bæjarráðs Hveragerðis, sem kveður umræðu minnihlutans í bæjarstjórn um laun bæjarstjórans vera villandi.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær segir minnihlutinn að bæjarstjórinn njóti launa og hlunninda sem nemi 1.050.000 krónum á mánuði. „Hið rétta er að mánaðarlaun með yfirvinnu eru um 850.000 krónur," segir Guðmundur sem kveður kostnað bæjarins hafa lækkað því nú aki bæjarstjórinn um á eigin bíl en ekki bíl á vegum bæjarins. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×