Innlent

Þrjátíu starfsmenn Vísis misstu vinnuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reksturinn gengur erfiðlega hjá Fiskvinnslustöðinni Vísi. Mynd/ Vilhelm.
Reksturinn gengur erfiðlega hjá Fiskvinnslustöðinni Vísi. Mynd/ Vilhelm.
Um þrjátíu manns bættust við á atvinnuleysisskrá á Þingeyri í dag eftir að Fiskvinnslan Vísir sagði upp kauptryggingu hjá flestum starfsmönnum.

Ástæðan er langvinn vinnslustöðvun. Í frétt á vef Vinnumálastofnunar segir að óvíst sé hvenær fyrirtækið taki til starfa að nýju en það verði þó ekki í sumar.

Rúmlega 10 manns voru á atvinnuleysisskrá á Þingeyri fyrir vinnuslustöðvun Vísis og eru þeir því um 40 sem eru án atvinnu á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×