Kínverskt kaupæði Bergþór Bjarnason skrifar 24. október 2010 06:00 Kreppan hefur ekki komið eins við alla. Þrátt fyrir tímabundinn samdrátt hjá mörgum verslunarkeðjum og fataframleiðendum sem og í lúxusiðnaðinum hefur lúxusgeirinn á endanum grætt í kreppunni. Þess ber þó að geta að það eru hin allra þekktustu tískuhús, þau sterkustu, sem þetta á við um. Tískuhús eins og Hermès, Cartier, Dior, Chanel og Vuitton blómstra sem aldrei fyrr og auka veltuna um tveggja stafa tölu á ári síðustu tvö ár. Skýringin er einföld en það eru kínverskir nýríkir viðskiptavinir sem valda þessari stórsókn franska lúxusiðnaðarins þrátt fyrir örlítinn efnhagsbata annars staðar. Kannski vegna þess að fyrst að frönsku tískuhúsin eru þekktari en þau ítölsku og hafa heldur reynt að auka gæðin til þess að vera einstök þá gengur þeim sérstaklega vel. Samkvæmt Colbert-samtökunum, sem eru regnhlífarsamtök 75 þekktra tískuhúsa, eru þau öll í sókn. Svo mikil er velgengni sumra þeirra að síðan í september loka þau einum klukkutíma fyrr á kvöldin en venjulega til að draga úr sölunni og tryggja að næjanlegur lager verði til fyrir jólavertíðina! En velgengnin á sér aðrar hliðar því kínversku viðskiptavinirnir koma í hópum, eru háværir og fara hratt yfir. Þeir vilja gjarnan kaupa fleiri en eitt stykki af hverri tösku eða úri, oft fyrir þá sem heima sitja eða þá til að selja heima fyrir þar sem verðið er lægra í Evrópu vegna minni tolla. Fínu merkin tapa einnig ákveðnum ljóma við þessi stórinnkaup. Að meðaltali kaupir hver kínverskur ferðamaður eina lúxusvöru í Frakklandi og Kínverjar vega 18 prósent af 160 milljarða evra heimsveltu í lúxusiðnaðinum. Eftirspurnin er svo mikil að fyrirtækjunum gengur illa að svara þeim. Langan tíma tekur að auka við framleiðsluna og jafnvel er ekki nóg af hráefnum til dæmis leðri vegna þess að framleiðslan miðaðist við áætlanir gerðar í upphafi kreppunnar. Svo tekur langan tíma að læra verklagið hvort sem er við úrsmíðar eða leðurvinnu. Á sama tíma hækka sum tískuhúsin verðið um 10-20 prósent meðan verðið lækkar í Asíu til að minnka verðmuninn. Hjá stórmagasíninu les Galeries Lafayette er hlutfall kínverskra viðskiptavina komið í sextíu prósent og þykir sumum nóg um. bergb75@free.fr Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Bjarnason Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun
Kreppan hefur ekki komið eins við alla. Þrátt fyrir tímabundinn samdrátt hjá mörgum verslunarkeðjum og fataframleiðendum sem og í lúxusiðnaðinum hefur lúxusgeirinn á endanum grætt í kreppunni. Þess ber þó að geta að það eru hin allra þekktustu tískuhús, þau sterkustu, sem þetta á við um. Tískuhús eins og Hermès, Cartier, Dior, Chanel og Vuitton blómstra sem aldrei fyrr og auka veltuna um tveggja stafa tölu á ári síðustu tvö ár. Skýringin er einföld en það eru kínverskir nýríkir viðskiptavinir sem valda þessari stórsókn franska lúxusiðnaðarins þrátt fyrir örlítinn efnhagsbata annars staðar. Kannski vegna þess að fyrst að frönsku tískuhúsin eru þekktari en þau ítölsku og hafa heldur reynt að auka gæðin til þess að vera einstök þá gengur þeim sérstaklega vel. Samkvæmt Colbert-samtökunum, sem eru regnhlífarsamtök 75 þekktra tískuhúsa, eru þau öll í sókn. Svo mikil er velgengni sumra þeirra að síðan í september loka þau einum klukkutíma fyrr á kvöldin en venjulega til að draga úr sölunni og tryggja að næjanlegur lager verði til fyrir jólavertíðina! En velgengnin á sér aðrar hliðar því kínversku viðskiptavinirnir koma í hópum, eru háværir og fara hratt yfir. Þeir vilja gjarnan kaupa fleiri en eitt stykki af hverri tösku eða úri, oft fyrir þá sem heima sitja eða þá til að selja heima fyrir þar sem verðið er lægra í Evrópu vegna minni tolla. Fínu merkin tapa einnig ákveðnum ljóma við þessi stórinnkaup. Að meðaltali kaupir hver kínverskur ferðamaður eina lúxusvöru í Frakklandi og Kínverjar vega 18 prósent af 160 milljarða evra heimsveltu í lúxusiðnaðinum. Eftirspurnin er svo mikil að fyrirtækjunum gengur illa að svara þeim. Langan tíma tekur að auka við framleiðsluna og jafnvel er ekki nóg af hráefnum til dæmis leðri vegna þess að framleiðslan miðaðist við áætlanir gerðar í upphafi kreppunnar. Svo tekur langan tíma að læra verklagið hvort sem er við úrsmíðar eða leðurvinnu. Á sama tíma hækka sum tískuhúsin verðið um 10-20 prósent meðan verðið lækkar í Asíu til að minnka verðmuninn. Hjá stórmagasíninu les Galeries Lafayette er hlutfall kínverskra viðskiptavina komið í sextíu prósent og þykir sumum nóg um. bergb75@free.fr
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun