Viðskipti innlent

Furðar sig á kæru Vodafone

Sævar Freyr.
Sævar Freyr. Mynd/Arnþór Birkisson
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, furðar sig á kæru Vodafone sem hefur stefnt Símanum og Fjarskiptasjóði ríkisins vegna sex hundruð milljóna króna samnings um háhraðanettengingar. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann og krefst þess að hann verði dæmdur ólögmætur. Sævar sagði í samtali við fréttastofu að hann teldi að eðlilega hafi verið staðið að útboðinu.

Fjarskiptasjóður óskaði fyrir hönd ríkisins eftir tilboðum frá aðilum sem vildu veita háhraðanetþjónustu í dreifðum byggðum landsins árið 2008. Síminn bauð lægsta tilboðið, upp á 378 milljónir króna. Ári síðar, þegar samningurinn var undirritaður var upplýst að samningurinn hljóðaði upp á 606 milljónir. Vodafone telur að samningurinn feli í sér verulegar ívilnanir af almannafé fyrir einn aðila á fjarskiptamarkaði og raski samkeppni.


Tengdar fréttir

Vodafone stefnir Símanum og ríkinu vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar

Vodafone hefur stefnt Fjarskiptasjóði ríkisins og Símanum vegna samnings milli þessara aðila um háhraðanettengingar í dreifðum byggðum landsins. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann þar sem samningurinn hafi ekki verið tilkynntur til Eftirlitsstofnunar EFTA sem þarf að samþykkja ríkisaðstoð áður en hún er veitt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vodafone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×