Innlent

Kyrrsetning eigna felld úr gildi

Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mynd/Heiða Helgadóttir
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms sem felldi úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna Skarphéðins Bergs Steinarssonar þar sem lagalegar heimildir skorti.

Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir Skarphéðins  og þriggja annarra fyrrverandi forsvarsmanna FL Group yrðu kyrrsettar. Þeir eru grunaðir um refsiverða háttsemi í tengslum við brot félagsins á lögum um virðisaukaskatt. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á beiðnina og voru bankainnistæður, fasteign og bifreið Skarphéðins í framhaldinu kyrrsettar.

Skarphéðinn fór fram á að kyrrsett eignanna yrði felld úr gildi og komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu í byrjun mánaðarins að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrrsetningar vegna meintra brota á lögum um virðisaukaskatt og því hafi skort lagaskilyrði fyrir því að eignir Skarphéðins væru kyrrsettar.

Hæstiréttur staðfesti þennan úrskurð í dag.

Í samtali við fréttastofu í byrjun mánaðarins sagði Skarphéðinn að skattrannsóknarstjóri hefði farið of hart fram í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×