Enski boltinn

Ian Wright brjálaður út í forráðamenn Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wright-Phillips með Adebayor.
Wright-Phillips með Adebayor.

Gamli markaskorarinn Ian Wright, sem er fósturfaðir Shaun Wright-Phillips, er allt annað en sáttur við hegðun forráðamanna Man. City í garð fóstursonarins.

Phillips kom aftur til Man. City árið 2008 eftir erfiðan tíma hjá Chelsea. Leikmaðurinn vill framlengja við félagið en Ian Wright segir að forráðamenn félagsins komi fram við hann eins og leikmann unglingaliðsins.

„Strákurinn fór á fund með forráðamönnunum, til í að skuldbinda sig út ferilinn hjá félaginu. En það eru þessir menn, Brian Marwood og Garry Cook, sem koma ekki fram af neinni virðingu og haga sér eins og hann sé leikmaður unglingaliðsins.

„Þegar félag er með slíka menn í vinnu, menn sem eru uppfullir af sjálfum sér, þá er ég ekki viss um að það viti hvað það sé að gera. Þessi hegðun veldur mér áhyggjum."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×