Erlent

Ryk frá smástirni komið til jarðar

Óli Tynes skrifar
Ótalmargir steinhnullungar þekja yfirborð Itokawa, sem er hálfur kílómetri að lengd.
Ótalmargir steinhnullungar þekja yfirborð Itokawa, sem er hálfur kílómetri að lengd.

Japanskir vísindamenn hafa staðfest að sýnishorn af geimryki sem Hayabusha geimfarið tók með sér til jarðar sé frá smástirninu Itokawa. Hayabusha geimfarið var sjö ár úti í geimnum og árið 2005 var það þrjár vikur á braut um smástirnið til að reyna að ná frá því sýnishornum. Japanar eru í sjöunda himni yfir árangrinum því þetta er í fyrsta skipti sem ryk af smástirni næst til jarðar.

Áður hafa náðst til jarðar sýni frá tunglinu, með bandarískum og rússneskum geimförum. Miklar varúðarráðstafanir voru þá gerðar og sýnin vandlega einangruð meðan gengið var úr skugga um að ekki væru í nein nein lífræn efni. Í fyrstu fréttum frá Japan er ekki getið um hvernig sýnið var meðhöndlað.

Vísindamenn víða um heim hafa samfagnað Japönum og segja þetta mikilvægt afrek í geimvísindum. Japanar segjast munu deila öllum sínum rannsóknum með vísindamönnum um allan heim.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×