Íslandsbanki ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum með fjármálaráðgjöf við fjárfesta í sjávarútvegi og jarðvarmaorku. Til stendur að opna skrifstofu í New York og segir bankastjórinn að ímynd Íslands í þessum geirum hafi ekki laskast þrátt fyrir bankahrun.
Íslandsbanki hefur einbeitt sér að þjónustu við fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og í tengslum við jarðhita. Nú hyggst bankinn einbeita sér í ríkari mæli á alþjóðavettvangi og veita erlendum aðilum sem vilja fjárfesta í þessum geirum fjármálaráðgjöf.
Skrifstofan mun vera staðsett í New York og ef allt gengur að óskum mun hún opna á næstu vikum.