Hefðir meirihlutans Gunnar Örn Stefánsson skrifar 20. október 2010 10:57 Í Fréttablaðinu 18. október sl. birtust á sömu síðu tvær greinar; önnur var eftir ritstjóra blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, í flokknum „Skoðun“ og hin eftir tvo Þjóðkirkjupresta. Báðar greinarnar fjalla um drög að ályktun sem mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram um samskipti leikskóla og grunnskóla við trúfélög. Höfundarnir eru ósáttir við ályktunina. Helstu rök Ólafs eru þau að minnihluti „foreldra sem kvartar" fái að ráða því hvernig farið er með trúmál innan skóla, með þeim afleiðingum að „ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu“ verði afnumdar. Honum finnst mikilvægt að benda á að Íslendingar séu að uppistöðu kristin þjóð, að níutíu prósent Íslendinga séu skráð í kristin trúfélög og að yfirgnæfandi meirihluti foreldra barna í leik- og grunnskólum Reykjavíkur sé ánægður með kirkjuferðir, fermingarfræðsluferðir, prestaheimsóknir í skóla og sálmasöng (ályktun hans um þennan „yfirgnæfandi meirihluta“ er væntanlega byggð á þeim forsendum að þeir sem kvarta ekki á opinberum vettvangi séu ánægðir). Veit Ólafur yfirhöfuð hvað hugtakið mannréttindi þýðir? Finnst honum réttlátt og eðlilegt að vilji meirihlutans ráði þegar minnihluti kvartar undan því að á þeirra réttindum séu brotið? Þarf virkilega að draga fram klisjuna um kynþáttafordóma í hvert einasta skipti sem beðið er um sjálfsagðar leiðréttingar? Hefði Ólafi þótt eðlilegt að skoðun meirihlutans í suðurríkjum Bandaríkjanna hefði ráðið um mannréttindi blökkumanna á síðustu öld? Ekki eru brotin gegn leik- og grunnskólabörnum Reykjavíkur jafn alvarleg en það er alveg jafn sjálfsagt að leiðrétta þau. Nú finnst Ólafi greinilega sárt að sjá hefðir afnumdar sem hann telur „gamlar og góðar“. Mér finnst rétt að benda honum á að þetta tvennt fari ekki alltaf saman. Hefðir hafa löngum verið notaðar sem kúgunartæki og erfitt er að sjá hvernig hefð sem felur í sér mannréttindabrot sé „góð“. Auk þess eru reglubundnar prestaheimsóknir í leik- og grunnskóla ekki gömul hefð heldur nýjung. Hvað varðar grein prestanna Árna Svans og Kristínar Þórunnar þá virðast þau hafa misskilið drög mannréttindaráðs, því þau halda að tillagan feli í sér að banna eigi „alla umfjöllun um trúarleg málefni“. Þó er ekki fjallað um í drögum meirihlutans að hætta eigi að kenna um kristni eða önnur trúarbrögð, aðeins að það ætti ekki að vera hlutverk annarra en starfsmanna skólanna. Einnig kemur fram í drögunum að starfsmenn leik- og grunnskóla hafa óskað eftir skýrum leiðbeiningum borgarinnar í málaflokki trúar- og lífsskoðana en prestarnir enda grein sína á því að hvetja borgarfulltrúa til að hunsa þessa bón og „taka ekki frelsið til að haga málum frá skólunum sjálfum“. Nú telur Ólafur sig greinilega fulltrúa fyrir þann „yfirgnæfandi meirihluta“ kristinna sem hann talar um í grein sinni, en ég trúi því að stærsti hluti þess hóps búi yfir þeirri samkennd að geta sett sig í spor þeirra barna og foreldra sem ekki eru skráð í Þjóðkirkjuna og telji tillögur mannréttindaráðs því réttlátar og hóflegar. Hinn raunverulegi „kvartandi minnihluti“ í þessu máli eru þeir sem reyna að standa í vegi fyrir þessum sjálfsögðu breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 18. október sl. birtust á sömu síðu tvær greinar; önnur var eftir ritstjóra blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, í flokknum „Skoðun“ og hin eftir tvo Þjóðkirkjupresta. Báðar greinarnar fjalla um drög að ályktun sem mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram um samskipti leikskóla og grunnskóla við trúfélög. Höfundarnir eru ósáttir við ályktunina. Helstu rök Ólafs eru þau að minnihluti „foreldra sem kvartar" fái að ráða því hvernig farið er með trúmál innan skóla, með þeim afleiðingum að „ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu“ verði afnumdar. Honum finnst mikilvægt að benda á að Íslendingar séu að uppistöðu kristin þjóð, að níutíu prósent Íslendinga séu skráð í kristin trúfélög og að yfirgnæfandi meirihluti foreldra barna í leik- og grunnskólum Reykjavíkur sé ánægður með kirkjuferðir, fermingarfræðsluferðir, prestaheimsóknir í skóla og sálmasöng (ályktun hans um þennan „yfirgnæfandi meirihluta“ er væntanlega byggð á þeim forsendum að þeir sem kvarta ekki á opinberum vettvangi séu ánægðir). Veit Ólafur yfirhöfuð hvað hugtakið mannréttindi þýðir? Finnst honum réttlátt og eðlilegt að vilji meirihlutans ráði þegar minnihluti kvartar undan því að á þeirra réttindum séu brotið? Þarf virkilega að draga fram klisjuna um kynþáttafordóma í hvert einasta skipti sem beðið er um sjálfsagðar leiðréttingar? Hefði Ólafi þótt eðlilegt að skoðun meirihlutans í suðurríkjum Bandaríkjanna hefði ráðið um mannréttindi blökkumanna á síðustu öld? Ekki eru brotin gegn leik- og grunnskólabörnum Reykjavíkur jafn alvarleg en það er alveg jafn sjálfsagt að leiðrétta þau. Nú finnst Ólafi greinilega sárt að sjá hefðir afnumdar sem hann telur „gamlar og góðar“. Mér finnst rétt að benda honum á að þetta tvennt fari ekki alltaf saman. Hefðir hafa löngum verið notaðar sem kúgunartæki og erfitt er að sjá hvernig hefð sem felur í sér mannréttindabrot sé „góð“. Auk þess eru reglubundnar prestaheimsóknir í leik- og grunnskóla ekki gömul hefð heldur nýjung. Hvað varðar grein prestanna Árna Svans og Kristínar Þórunnar þá virðast þau hafa misskilið drög mannréttindaráðs, því þau halda að tillagan feli í sér að banna eigi „alla umfjöllun um trúarleg málefni“. Þó er ekki fjallað um í drögum meirihlutans að hætta eigi að kenna um kristni eða önnur trúarbrögð, aðeins að það ætti ekki að vera hlutverk annarra en starfsmanna skólanna. Einnig kemur fram í drögunum að starfsmenn leik- og grunnskóla hafa óskað eftir skýrum leiðbeiningum borgarinnar í málaflokki trúar- og lífsskoðana en prestarnir enda grein sína á því að hvetja borgarfulltrúa til að hunsa þessa bón og „taka ekki frelsið til að haga málum frá skólunum sjálfum“. Nú telur Ólafur sig greinilega fulltrúa fyrir þann „yfirgnæfandi meirihluta“ kristinna sem hann talar um í grein sinni, en ég trúi því að stærsti hluti þess hóps búi yfir þeirri samkennd að geta sett sig í spor þeirra barna og foreldra sem ekki eru skráð í Þjóðkirkjuna og telji tillögur mannréttindaráðs því réttlátar og hóflegar. Hinn raunverulegi „kvartandi minnihluti“ í þessu máli eru þeir sem reyna að standa í vegi fyrir þessum sjálfsögðu breytingum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar