Faðir, fyrirgef þeim ... ekki Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. desember 2010 18:00 Fyrirgefning eftir Lilju Sigurðardóttur. Bækur Fyrirgefning Lilja Sigurðardóttir Bjartur Lilja Sigurðardóttir vakti töluverða athygli og hrifningu í fyrra með sinni fyrstu sakamálasögu, Sporum. Í Fyrirgefningu er söguhetjan sú sama, ástarsöguþýðandinn Magni, sem nú hefur tekið að sér að skrifa viðtalsbók við nokkra þolendur ofbeldis. Fleiri persónur úr fyrri bókinni koma einnig við sögu, Iðunn fyrrverandi kona Magna, Fríða ástkona hans og AA-félagi og fleiri. Bókin er byggð upp á sama hátt og Magni hyggst byggja tilvonandi samtalsbók, hver kafli ber nafn eins þolanda og harmsaga hans/hennar er lauslega rakin. Fljótlega eftir að viðtölin hefjast fara þeir sem hafa beitt viðmælendur Magna ofbeldi að týna tölunni með voveiflegum hætti og böndin berast að sjálfshjálpargrúppu sem hittist vikulega í Hallgrímskirkju. Inn í er svo blandað daglegu lífi Magna, AA-fundum, endalausri matargerð og samskiptum þeirra Iðunnar, sem flytur til hans kasólétt, án þess þó að þau endurveki sambandið, samskiptum hans við ástkonuna og Fríðu og peningagíruga útgefandann, sem reyndar er skemmtilegasta persóna sögunnar. Þetta er fínasta hugmynd en hefði þurft mun betri úrvinnslu til að ná tökum á lesanda. Rétt er tæpt á sögum fórnarlambanna, lesandinn kynnist þeim lítið og hefur ekki með þeim þá samúð sem nauðsynleg væri til að réttlæta plott sögunnar. Spennan verður fyrir vikið lítil og alltof snemma verður lesandanum ljóst hvernig í pottinn er búið. Gamla morðið, sem einn viðmælanda Magna lýsir á hendur sér, peppar söguna upp um tíma en lausn þess máls er ansi klén, svo gripið sé til velþekktra gagnrýnendafrasa. Veikasti hlekkur sögunnar er þó söguhetjan sjálf. Magni er daufleg söguhetja, hringsól hans á milli eldhúss, AA-funda og sjálfshjálparhópsins lítið spennandi og sambönd hans við ástkonurnar tvær afskaplega yfirborðsleg. Yfirborðsleg er reyndar fyrsta orðið sem kemur upp í hugann eftir lestur bókarinnar. Hér er fjallað um harmsögur og rústuð líf með sama hætti og Magni hyggst greinilega nota við sín bókarskrif; hann skrifar inngang viðtalanna áður en hann hittir viðmælendur og lætur nægja að taka tvö stutt viðtöl við hvern þeirra. Ekki við því að búast að slík vinnubrögð skili mikilli dýpt. Lilja er lipur penni, en tilþrifum í máli og stíl er ekki fyrir að fara og textinn verður á köflum svo marflatur að það er eins og hann hafi verið straujaður. Ýmislegt bendir þó til þess að hún gæti gert miklu betur ef hún gæfi sér meiri tíma til að vinna persónur og plott. Niðurstaða: Fín hugmynd en útfærslan ekki nógu vönduð, sagan nær ekki tökum á lesandanum og lítið fer fyrir spennunni. Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið Lífið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Patrik í Flórída: „Það er í lagi með mig“ Lífið Aldís og Kolbeinn keyptu í Kópavogi Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Lífið Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Bækur Fyrirgefning Lilja Sigurðardóttir Bjartur Lilja Sigurðardóttir vakti töluverða athygli og hrifningu í fyrra með sinni fyrstu sakamálasögu, Sporum. Í Fyrirgefningu er söguhetjan sú sama, ástarsöguþýðandinn Magni, sem nú hefur tekið að sér að skrifa viðtalsbók við nokkra þolendur ofbeldis. Fleiri persónur úr fyrri bókinni koma einnig við sögu, Iðunn fyrrverandi kona Magna, Fríða ástkona hans og AA-félagi og fleiri. Bókin er byggð upp á sama hátt og Magni hyggst byggja tilvonandi samtalsbók, hver kafli ber nafn eins þolanda og harmsaga hans/hennar er lauslega rakin. Fljótlega eftir að viðtölin hefjast fara þeir sem hafa beitt viðmælendur Magna ofbeldi að týna tölunni með voveiflegum hætti og böndin berast að sjálfshjálpargrúppu sem hittist vikulega í Hallgrímskirkju. Inn í er svo blandað daglegu lífi Magna, AA-fundum, endalausri matargerð og samskiptum þeirra Iðunnar, sem flytur til hans kasólétt, án þess þó að þau endurveki sambandið, samskiptum hans við ástkonuna og Fríðu og peningagíruga útgefandann, sem reyndar er skemmtilegasta persóna sögunnar. Þetta er fínasta hugmynd en hefði þurft mun betri úrvinnslu til að ná tökum á lesanda. Rétt er tæpt á sögum fórnarlambanna, lesandinn kynnist þeim lítið og hefur ekki með þeim þá samúð sem nauðsynleg væri til að réttlæta plott sögunnar. Spennan verður fyrir vikið lítil og alltof snemma verður lesandanum ljóst hvernig í pottinn er búið. Gamla morðið, sem einn viðmælanda Magna lýsir á hendur sér, peppar söguna upp um tíma en lausn þess máls er ansi klén, svo gripið sé til velþekktra gagnrýnendafrasa. Veikasti hlekkur sögunnar er þó söguhetjan sjálf. Magni er daufleg söguhetja, hringsól hans á milli eldhúss, AA-funda og sjálfshjálparhópsins lítið spennandi og sambönd hans við ástkonurnar tvær afskaplega yfirborðsleg. Yfirborðsleg er reyndar fyrsta orðið sem kemur upp í hugann eftir lestur bókarinnar. Hér er fjallað um harmsögur og rústuð líf með sama hætti og Magni hyggst greinilega nota við sín bókarskrif; hann skrifar inngang viðtalanna áður en hann hittir viðmælendur og lætur nægja að taka tvö stutt viðtöl við hvern þeirra. Ekki við því að búast að slík vinnubrögð skili mikilli dýpt. Lilja er lipur penni, en tilþrifum í máli og stíl er ekki fyrir að fara og textinn verður á köflum svo marflatur að það er eins og hann hafi verið straujaður. Ýmislegt bendir þó til þess að hún gæti gert miklu betur ef hún gæfi sér meiri tíma til að vinna persónur og plott. Niðurstaða: Fín hugmynd en útfærslan ekki nógu vönduð, sagan nær ekki tökum á lesandanum og lítið fer fyrir spennunni.
Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið Lífið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Patrik í Flórída: „Það er í lagi með mig“ Lífið Aldís og Kolbeinn keyptu í Kópavogi Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Lífið Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira