Samkomulag um fjárhagsaðstoð við Írland 28. nóvember 2010 12:17 Frá mótmælum í Írlandi. Mynd/AFP Írsk og Evrópsk stjórnvöld ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa komist að samkomulagi um fjárhagsaðstoð við Írland. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vonast til að fjármálaráðherrar aðildarríkja undirriti samkomulagið í dag. Írland hefur farið hvað verst allra Evrópuríkja út úr kreppunni, og ríkisstjórn landsins hefur boðað alvarlegan niðurskurð og skattahækkanir næstu fjögur árin. Þarlend stjórnvöld hafa undanfarið átt í samningaviðræðum við Evrópusambandið, Evrópska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um risalán til landsins. Líkt og fréttastofa hefur greint frá mótmæltu tugþúsundir Íra niðurskurðinum og aðkomu sjóðsins á götum úti í gærdag. Erlendir fjölmiðlar segja að upphæð lánsins sé í grennd við 85 milljarða evra, andvirði tæplega 13 þúsund milljarða króna. Hluta fjárins verður þegar varið til að treysta fjármögnun þarlendra bankastofnana og til að reyna að koma í veg fyrir að áhrifa skuldakreppunnar gæti í öðrum skuldsettum Evrulöndum. Annars er hætt við að óvissan sem blasir við fjárfestum á Evrusvæðinu verði til þess að ýta vöxtum á skuldabréfum skuldsettra ríkja áfram upp á við. Búist er við að endurfjármögnun írsku bankanna komi til með að þýða að írska ríkið þjóðnýti einhverjar bankastofnanir, og eignist meirihluta í Bank of Ireland, stærstu fjármálastofnun landsins. Þá verður eiginfjárkrafa bankanna hækkuð. Lán Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er til níu ára og var upphaflega sagt bera 6,7 prósent vexti, sem er um einu og hálfu prósenti meira en hvíldi á neyðarláni Grikkja. Írskir ráðherrar hafa hins vegar reynt að kveða niður orðróma um vaxtakjörin og sagt að fréttir af þeim hafi verið ónákvæmar. Fjármálaráðherrar Evru- og Evrópusambandsríkja koma til með að funda í Brussel í dag til að undirrita lánasamninginn. Stór Evruríki hafa lagt áherslu á að ljúka samkomulaginu áður en markaðir opna á morgun, en haft er eftir Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að hann vonist til að svo verði. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Írsk og Evrópsk stjórnvöld ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa komist að samkomulagi um fjárhagsaðstoð við Írland. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vonast til að fjármálaráðherrar aðildarríkja undirriti samkomulagið í dag. Írland hefur farið hvað verst allra Evrópuríkja út úr kreppunni, og ríkisstjórn landsins hefur boðað alvarlegan niðurskurð og skattahækkanir næstu fjögur árin. Þarlend stjórnvöld hafa undanfarið átt í samningaviðræðum við Evrópusambandið, Evrópska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um risalán til landsins. Líkt og fréttastofa hefur greint frá mótmæltu tugþúsundir Íra niðurskurðinum og aðkomu sjóðsins á götum úti í gærdag. Erlendir fjölmiðlar segja að upphæð lánsins sé í grennd við 85 milljarða evra, andvirði tæplega 13 þúsund milljarða króna. Hluta fjárins verður þegar varið til að treysta fjármögnun þarlendra bankastofnana og til að reyna að koma í veg fyrir að áhrifa skuldakreppunnar gæti í öðrum skuldsettum Evrulöndum. Annars er hætt við að óvissan sem blasir við fjárfestum á Evrusvæðinu verði til þess að ýta vöxtum á skuldabréfum skuldsettra ríkja áfram upp á við. Búist er við að endurfjármögnun írsku bankanna komi til með að þýða að írska ríkið þjóðnýti einhverjar bankastofnanir, og eignist meirihluta í Bank of Ireland, stærstu fjármálastofnun landsins. Þá verður eiginfjárkrafa bankanna hækkuð. Lán Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er til níu ára og var upphaflega sagt bera 6,7 prósent vexti, sem er um einu og hálfu prósenti meira en hvíldi á neyðarláni Grikkja. Írskir ráðherrar hafa hins vegar reynt að kveða niður orðróma um vaxtakjörin og sagt að fréttir af þeim hafi verið ónákvæmar. Fjármálaráðherrar Evru- og Evrópusambandsríkja koma til með að funda í Brussel í dag til að undirrita lánasamninginn. Stór Evruríki hafa lagt áherslu á að ljúka samkomulaginu áður en markaðir opna á morgun, en haft er eftir Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að hann vonist til að svo verði.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira