Sport

Orri Freyr: Hef ekki áhyggjur af höfuðmeiðslunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Orri Freyr Hjaltalín.
Orri Freyr Hjaltalín. Mynd/Vilhelm
Orri Freyr Hjaltalín gerði dag nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014.

„Mér líst vel á þetta en ætli þetta verði ekki minn síðasta samningur," sagði Orri Freyr sem er 32 ára gamall. Hann á von á því að Grindavík mæti með töluvert breytt lið til leiks næsta sumar.

„En það er svo sem ekkert nýtt hjá okkur þar sem það hefur yfirleitt verið mikið af breytingum á milli ára hjá okkur."

Hann segir að Ólafur Örn Bjarnason, sem tók við þjálfun liðsins síðasta sumar, hafi haft góð áhrif á liðið.

„Hann er nú að stíga sín fyrstu skref í þjálfun en lítur mjög vel út. Hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni og auðvitað mikill styrkur fyrir liðið sem leikmaður líka."

Orri Freyr fékk þungt höfuðhögg í leik gegn Haukum í sumar og þurfti að hvíla í næstu tveimur leikjum Grindavíkur. Höfuðmeiðsli íþróttamanna geta reynst alvarleg eins og hefur sýnt sig í tilfellum Guðrúnar Sóleyjar Gunnarsdóttur landsliðskonu og FH-ingsins Sverris Garðarssonar. Bæði hafa verið frá undanfarið ár vegna höfuðmeiðsla.

„Þetta er ekki jafn alvarlegt hjá mér eins og hjá Guðrúnu Sóleyju til að mynda. Ég er núna búinn að vera í fríi síðan að mótinu lauk í haust og líður miklu betur," segir Orri Freyr.

„Ég tel að þetta sé ekki svakalega hættulegt í mínu tilfelli en mér hefur svo sem ekki verið ráðlagt af læknum að halda áfram í fótbolta," segir hann en hefur þó ekki miklar áhyggjur af þessu. „Ég verð áfram í boltanum á meðan ég hefur eitthvað fram að færa."

Hann segir að hann muni ekki hlífa sér vegna meiðslanna. „Nei, það þýðir ekkert. Þetta er gleymt um leið og maður stígur inn á völlinn. Maður er bara einu sinni ungur og það er nægur tími til að skæla þetta í ellinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×