Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti 12. maí 2010 08:24 Síðan hafi Jón Ásgeir og aðrir hinna stefndu notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til annarra fyrirtækja, sem þeir réðu yfir, og fjármagna ýmiss konar viðskipti við þau. „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann."Þetta kemur fram í stefnu þeirri sem dómfest var í New York og hefur verið birt í heild á vefnum glitnirbank.com. Þar er Jón Ásgeir Jóhannesson, sem gegnum ýmsa aðila réð yfir u.þ.b. 39% af hlutafé Glitnis, sakaður um að hafa í raun náð valdi á stjórn bankans í apríl 2007 þegar stjórn Glitnis og æðstu yfirmönnum var vikið frá og í þeirra stað settir Lárus Welding, Þorsteinn Jónsson og aðrir þeim samsekir.Síðan hafi Jón Ásgeir og aðrir hinna stefndu notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til annarra fyrirtækja, sem þeir réðu yfir, og fjármagna ýmiss konar viðskipti við þau. Við þær athafnir hafi þeir brotið gegn starfsreglum bankans um áhættu, einnig gegn landslögum og fjármálareglum um stóráhættu gagnvart tengdum aðilum.Á endanum dugði ekki það fé sem Jón Ásgeir Jóhannesson hafði af Glitni til að bjarga Baugi, hans eigin fyrirtæki, frá falli. Ekkert af því fé, sem hin stefndu kræktu sér í frá bankanum, hefur skilað sér aftur. Hér fóru fram viðskipti sem var ekkert viðskiptalegt vit í fyrir Glitni og sem settu hag bankans - og þar með kröfuhafa hans - í bráðan háska.Þegar stefndu höfðu eytt lausafjárforða bankans stóð hann eftir varnarlítill þegar alþjóðleg fjármagnskreppa þrengdi að Íslandi sumarið 2007 og átti það verulegan þátt í að gera bankann að endingu gjaldþrota.Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir sem stefnt er í málinu, hefðu aldrei komið fram ráðagerðum sínum án hlutdeildar PricewaterhouseCoopers. Endurskoðendur PwC vissu um óeðlilega áhættu Glitnis gagnvart tengdum aðilum, þeir fóru yfir og kvittuðu upp á uppgjör Glitnis, þar sem sú áhætta var gróflega rangfærð, og stuðluðu að sviksamlegri fjáröflun Glitnis í New York.Stefndu í þessu máli eru:Jón Ásgeir Jóhannesson, áður starfandi stjórnarformaður Baugs og stjórnarformaður FL Group, sem var aðalhluthafi þeirra fyrirtækja beggja og réð, í krafti þeirra, yfir um 39% hlutafjár í Glitni banka.Þorsteinn Jónsson, áður stjórnarformaður Glitnis banka, einnig fyrrum varaformaður stjórnar FL Group.Jón Sigurðsson, áður stjórnarmaður Glitnis banka, einnig fyrrum aðstoðarforstjóri FL Group.Lárus Welding, áður forstjóri Glitnis banka og formaður áhættunefndar.Pálmi Haraldsson, áður varaformaður stjórnar FL Group.Hannes Smárason, áður forstjóri FL Group.Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum stjórnarmanns í Baugi.PricewaterhouseCoopers, endurskoðendur Glitnis banka sem gerðu úttektir og gáfu yfirlýsingar sem fjárfestar treystu á þegar skuldabréf Glitnis voru boðin út í New York í september 2007. Tengdar fréttir Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. 11. maí 2010 22:20 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann."Þetta kemur fram í stefnu þeirri sem dómfest var í New York og hefur verið birt í heild á vefnum glitnirbank.com. Þar er Jón Ásgeir Jóhannesson, sem gegnum ýmsa aðila réð yfir u.þ.b. 39% af hlutafé Glitnis, sakaður um að hafa í raun náð valdi á stjórn bankans í apríl 2007 þegar stjórn Glitnis og æðstu yfirmönnum var vikið frá og í þeirra stað settir Lárus Welding, Þorsteinn Jónsson og aðrir þeim samsekir.Síðan hafi Jón Ásgeir og aðrir hinna stefndu notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til annarra fyrirtækja, sem þeir réðu yfir, og fjármagna ýmiss konar viðskipti við þau. Við þær athafnir hafi þeir brotið gegn starfsreglum bankans um áhættu, einnig gegn landslögum og fjármálareglum um stóráhættu gagnvart tengdum aðilum.Á endanum dugði ekki það fé sem Jón Ásgeir Jóhannesson hafði af Glitni til að bjarga Baugi, hans eigin fyrirtæki, frá falli. Ekkert af því fé, sem hin stefndu kræktu sér í frá bankanum, hefur skilað sér aftur. Hér fóru fram viðskipti sem var ekkert viðskiptalegt vit í fyrir Glitni og sem settu hag bankans - og þar með kröfuhafa hans - í bráðan háska.Þegar stefndu höfðu eytt lausafjárforða bankans stóð hann eftir varnarlítill þegar alþjóðleg fjármagnskreppa þrengdi að Íslandi sumarið 2007 og átti það verulegan þátt í að gera bankann að endingu gjaldþrota.Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir sem stefnt er í málinu, hefðu aldrei komið fram ráðagerðum sínum án hlutdeildar PricewaterhouseCoopers. Endurskoðendur PwC vissu um óeðlilega áhættu Glitnis gagnvart tengdum aðilum, þeir fóru yfir og kvittuðu upp á uppgjör Glitnis, þar sem sú áhætta var gróflega rangfærð, og stuðluðu að sviksamlegri fjáröflun Glitnis í New York.Stefndu í þessu máli eru:Jón Ásgeir Jóhannesson, áður starfandi stjórnarformaður Baugs og stjórnarformaður FL Group, sem var aðalhluthafi þeirra fyrirtækja beggja og réð, í krafti þeirra, yfir um 39% hlutafjár í Glitni banka.Þorsteinn Jónsson, áður stjórnarformaður Glitnis banka, einnig fyrrum varaformaður stjórnar FL Group.Jón Sigurðsson, áður stjórnarmaður Glitnis banka, einnig fyrrum aðstoðarforstjóri FL Group.Lárus Welding, áður forstjóri Glitnis banka og formaður áhættunefndar.Pálmi Haraldsson, áður varaformaður stjórnar FL Group.Hannes Smárason, áður forstjóri FL Group.Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum stjórnarmanns í Baugi.PricewaterhouseCoopers, endurskoðendur Glitnis banka sem gerðu úttektir og gáfu yfirlýsingar sem fjárfestar treystu á þegar skuldabréf Glitnis voru boðin út í New York í september 2007.
Tengdar fréttir Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. 11. maí 2010 22:20 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. 11. maí 2010 22:20
Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56