Innlent

Gaf skýrslu tveimur dögum fyrir húsleitirnar

Steingrímur Wernersson.
Steingrímur Wernersson.
Steingrímur Wernersson, gjarnan kenndur við Milestone, fór að eigin frumkvæði til sérstaks saksóknara og gaf skýrslu í máli fyrirtækisins tveimur dögum áður en fram fóru húsleitir hjá Sjóvá og Milestone í júlí á síðasta ári. Steingrímur sagðist ekki hafa neitt að fela þar sem hann hefði verið plataður. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem fjallað var um rannsóknina á Milestone og vitnað í afrit af yfirheyrslum yfir stjórnendum Sjóvá og Milestone.Steingrímur sagði aðspurður að heilbrigðisástand sitt væri ekki gott og að hann hefði þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hann hefði lítið komið að rekstri Milestone.Steingrímur sagði að Karl bróðir sinn og Guðmundur Ólason, framkvæmdastjóri Milestone, hefðu stjórnað fjárfestingum Sjóvá og bótasjóð fyrirtækisins og að Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjóvá, hefði ekki haft neitt um það að segja. Þór hefði ekki þorað að andmæla þeim. „Ef að Þór hefði verið maður sem hefði lamið í borðið og sagt nei, þá hefði hann bara verið rekinn."Þá sagði Steingrímur: „Þeir greinilega litu á bótasjóðinn sem sína eigin peninga. Bótasjóður var ódýrasta lán í heimi."Sjálfur sagði Þór í yfirheyrslunum að hann gæti verið vitur eftir á. Hann hefði haft mikið af hæfu fólki í kringum sig sem hann treysti. og að hann hefði lítið vitað um fjárfestingar Sjóvá.Aftur á móti sagði Karl að Þór hefði haft viðtækt umboð til að reka Sjóvá. Hlutverk hans hafi ekki eingöngu verið að sinna vátryggingarstarfsemi fyrirtækisins. „Það er bara ekki hægt samkvæmt lögum að ráða í hálfa stöðu forstjóra." Karl sagði að fjárfestingarstarfsemi Sjóvá hefði verið á ábyrgð forstjórans.Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.