Handbolti

Kiel lagði Grosswallstadt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Kiel eru enn í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir góðan útisigur, 23-28, á Grosswallstadt.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af en Kiel leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 13-15.

Í síðari hálfleik tóku þýsku meistararnir völdin og héldu Grosswallstadt í hæfilegri fjarlægð allan tímann.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel í leiknum en Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt. Hann slapp þess utan við brottvísanir í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×