Fréttaskýring: Staða flestra lífeyrissjóðanna neikvæð 17. júní 2010 05:45 Myndin tengist ekki fréttinni beint. Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira