Innlent

Braut glerflösku á höfði og skerti heyrn

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hann á að hafa slegið annan mann með glerflösku í maí á síðasta ári.

Fórnarlambið hlaut mörg opin sár á höfði og áverka á hægra innra eyra sem leiddu til varanlegs heyrnartaps.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Fórnarlambið krefur meinta árásarmanninn um tæplega tvær milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×