Innlent

Vill aukafund í iðnaðarnefnd

Jón vill aukafund í iðnaðarnefnd sem fyrst.
Jón vill aukafund í iðnaðarnefnd sem fyrst. MYNd/Pjetur
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á það við formann iðnaðarnefndar, Skúla Helgason, Samfylkingu, að boðað verði sem fyrst til aukafundar í nefndinni. „Tilefnið er að ítrekað hefur komið fram í umræðu af hálfu opinberra aðila að mörg erlend fyrirtæki hafi líst áhuga á að byggja upp orkufreka atvinnustarfsemi á Íslandi," segir þingmaðurinn.

Jón segir þingmönnum nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá þróun sem á sér stað, „ekki síst við þær erfiðu aðstæður sem mikið atvinnuleysi skapar í okkar samfélagi um þessar mundir." Jón segir einnig mikilvægt að þingmönnum sé skýrt frá hver gangur er í þessum viðræðum og hvort Alþingi geti með einhverjum hætti „lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að greiða fyrir gangi slíkra viðræðna."

Jón fer fram á að eftirtaldir aðilar verði kallaðir á fund nefndarinnar.

Fjárfestingastofa

Útflutningsráð

Iðnaðarráðuneytið

Utanríkisráðuneytið

Viðskiptaráðuneytið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×