FME hefði átt að banna kaup á NIBC jonab@frettabladid.is skrifar 31. ágúst 2010 06:15 Jónas Fr. Jónsson Fjármálaeftirlitið (FME) hafði efasemdir um það hvort skynsamlegt væri að gefa Kaupþingi leyfi til að kaupa hollenska bankann NIBC haustið 2007. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME. „Með því að samþykkja ekki umsóknina strax var komið í veg fyrir að bankakerfið hér yrði þriðjungi stærra,“ segir hann. Kaupþing tilkynnti um miðjan ágúst árið 2007 að bankinn hygðist kaupa hollenska bankann NIBC. Kaupverð nam tæpum þremur milljörðum evra, jafnvirði 270 milljarða íslenskra króna á þávirði, og hefðu það orðið stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Stefnt var á að ljúka bankakaupunum í janúar 2008. Samkeppniseftirlitið gaf græna ljósið á viðskiptin strax í ágúst á meðan FME lét bíða eftir sér. Þegar leið nær áramótum hafði þrengt mjög að á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, kreppan látið á sér kræla og fjármögnun viðskiptanna orðið erfiðari. Um miðjan janúar 2008 voru sögusagnir um að Kaupþing hefði hætt við kaupin. Morgunblaðið greindi frá því að FME hefði spurt út í þætti sem lutu að stöðu og fjárhag hollenska bankans og hefði bandaríski seljandinn JC Flowers og stjórnendur Kaupþings metið svo að svar FME yrði neikvætt. Þá taldi breska dagblaðið Daily Telegraph aðstæður slíkar seint í janúar að kaupin myndu ógna fjármálastöðugleika hér. Kaupþingsmönnum yrði létt bærist neikvætt svar frá FME. Slíkt svar barst aldrei. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gagnrýndi stjórnkerfið í samtali við Fréttablaðið á laugardag og sagði það ekki hafa stutt við bankann þegar hann vildi hætta við kaupin. Hefði honum þótt æskilegt að fá bréf frá FME sem myndi banna bankanum að ljúka kaupunum. „Aðstæður höfðu breyst svo mikið að þetta var ekki skynsamlegt lengur og við gátum ekki bakkað út úr samkomulaginu einhliða,“ sagði Sigurður. Jónas Fr. segir neikvæða þróun á fjármálamörkuðum hafa haft sitt að segja. „Menn voru bæði að velta fyrir sér hvort þetta væri skynsamlegt og hvernig bankinn myndi fjármagna kaupin. Menn veltu líka fyrir sér lagaheimildum og óskuðu eftir ítarlegri upplýsingum um viðskiptin. Að banna svona viðskipti er mjög stór ákvörðun og hefði getað haft ýmsar afleiðingar í för með sér,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hafði efasemdir um það hvort skynsamlegt væri að gefa Kaupþingi leyfi til að kaupa hollenska bankann NIBC haustið 2007. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME. „Með því að samþykkja ekki umsóknina strax var komið í veg fyrir að bankakerfið hér yrði þriðjungi stærra,“ segir hann. Kaupþing tilkynnti um miðjan ágúst árið 2007 að bankinn hygðist kaupa hollenska bankann NIBC. Kaupverð nam tæpum þremur milljörðum evra, jafnvirði 270 milljarða íslenskra króna á þávirði, og hefðu það orðið stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Stefnt var á að ljúka bankakaupunum í janúar 2008. Samkeppniseftirlitið gaf græna ljósið á viðskiptin strax í ágúst á meðan FME lét bíða eftir sér. Þegar leið nær áramótum hafði þrengt mjög að á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, kreppan látið á sér kræla og fjármögnun viðskiptanna orðið erfiðari. Um miðjan janúar 2008 voru sögusagnir um að Kaupþing hefði hætt við kaupin. Morgunblaðið greindi frá því að FME hefði spurt út í þætti sem lutu að stöðu og fjárhag hollenska bankans og hefði bandaríski seljandinn JC Flowers og stjórnendur Kaupþings metið svo að svar FME yrði neikvætt. Þá taldi breska dagblaðið Daily Telegraph aðstæður slíkar seint í janúar að kaupin myndu ógna fjármálastöðugleika hér. Kaupþingsmönnum yrði létt bærist neikvætt svar frá FME. Slíkt svar barst aldrei. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gagnrýndi stjórnkerfið í samtali við Fréttablaðið á laugardag og sagði það ekki hafa stutt við bankann þegar hann vildi hætta við kaupin. Hefði honum þótt æskilegt að fá bréf frá FME sem myndi banna bankanum að ljúka kaupunum. „Aðstæður höfðu breyst svo mikið að þetta var ekki skynsamlegt lengur og við gátum ekki bakkað út úr samkomulaginu einhliða,“ sagði Sigurður. Jónas Fr. segir neikvæða þróun á fjármálamörkuðum hafa haft sitt að segja. „Menn voru bæði að velta fyrir sér hvort þetta væri skynsamlegt og hvernig bankinn myndi fjármagna kaupin. Menn veltu líka fyrir sér lagaheimildum og óskuðu eftir ítarlegri upplýsingum um viðskiptin. Að banna svona viðskipti er mjög stór ákvörðun og hefði getað haft ýmsar afleiðingar í för með sér,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira