Handbolti

Ólafur með fjögur fyrir RN Löwen - Annar fóturinn í Meistaradeildinni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og Róbert Gunnarsson eitt þegar það lagði Bjerringbo-Silkeborg í undankeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld.

Liðið hefur þar með unnið báða leiki sína en það vann Gorenje Velenje frá Slóveníu í gær.

Á morgun mætir það Reale Ademar og með sigri þar tryggir liðið sér sæti í Meistaradeildinni.

Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með vegna meiðsla en Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri félagsins.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæma leikinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×