Innlent

Máttu ekki innheimta bókasafnsskuld

Landsbókasafnið.
Landsbókasafnið.

Umboðsmaður Alþingis koms að þeirri niðurstöðu að Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn má ekki innheimta sektir vegna vanskila notenda safnsins á bókum sem þeir hafa fengið að láni. Fyrir slíku sé hreinlega ekki nægjanlega traust lagastoð.

Málið snýst um kvörtun aðila sem hafði þrjár bækur á leigu hjá safninu. Við skil bókanna rukkaði bókasafnið manneskjuna um 2.100 krónur í sekt.

Viðkomandi neitaði að greiða sektina og hótaði því bókasafnið að senda kröfuna í innheimtu hjá Intrum. Það varð þó ekki úr því.

Viðskiptavinurinn kvartaði til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að bókasafninu væri óheimilt að innheimta skuldina eins og fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×