Viðskipti innlent

AGS skoðar bankaskatt

Líklegt þykir að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, kynni bankaskattinn á vorfundi sjóðsins.
Líklegt þykir að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, kynni bankaskattinn á vorfundi sjóðsins.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) íhugar að leggja nýja skatta á banka og fjármálafyrirtæki. Annar þeirra er skattur á hagnað banka umfram fyrirfram ákveðin mörk en hinn felst í skatti á efnahagsreikning bankanna. Seinni skatturinn á að draga úr líkunum á að eignasafn bankans tútni út.

Breska dagblaðið Daily Telegraph segir þriðju leiðina hafa verið skoðaða. Ólíklegt þykir hins vegar að hún verði að veruleika. Leiðin felst í skattlagningu á fjármagnsflutninga.

Blaðið segir skattféð fara í sjóð sem nýtast muni AGS í fjármálakreppum á borð við þær sem riðið hafa alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðast­liðin tvö ár og á að koma í veg fyrir að almenningur verði látinn borga brúsann þegar illa fer.

Líklegt er að skattlagningin verði kynnt með formlegum hætti á vorfundi sjóðsins síðar í mánuðinum.

- jab

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
1,43
24
402.586
BRIM
1,3
12
99.563
REITIR
1,23
11
43.424
SJOVA
1,11
17
159.704
EIK
0,86
7
43.452

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,03
48
60.556
EIM
-1,64
12
114.477
ORIGO
-1,48
5
302
ICESEA
-1
7
120.684
SYN
-0,77
15
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.