Handbolti

Lærisveinar Arons úr leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir var sterkur í kvöld.
Vignir var sterkur í kvöld.

Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf er úr leik í þýsku bikarkeppninni eftir sex marka tapa, 21-27, á heimavelli gegn Flensburg. Þetta var fyrsti leikurinn í sextán liða úrslitum keppninnar.

Vignir Svavarsson og Hannes Jón Jónsson skoruðu báðir 4 mörk fyrir Hannover en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað.

Oscar Carlén var atkvæðamestur í liði Flensburg með 7 mörk.

Aron Kristjánsson er þjálfari Hannover-Burgdorf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×