Handbolti

Norskt dómarapar á leiknum í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Karen Knútsdóttir fær hér að finna fyrir því á móti Króötum.
Karen Knútsdóttir fær hér að finna fyrir því á móti Króötum. Mynd/Ole Nielsen
Það verða norskir dómarar sem munu dæma viðureign Íslands og Svartfjallalands á EM í handbolta í dag.

Leikurinn hefst klukkan 17.15 og er fyrri leikur dagsins í C-riðli. Rússar og Króatar mætast í síðari leiknum í Árósum.

Kjersti Arntsen og Ida Cecilie Gullaksen verða á flautunni hjá íslenska liðinu í dag en alls eru fimm kvenkyns dómarapör sem dæma á mótinu.

Þær dæmdu viðureign Spánar og Rúmeníu í A-riðli á þriðjudagskvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×