Handbolti

Rhein-Neckar Löwen tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari  Rhein-Neckar Löwen.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen urðu að sætta sig við 31-31 jafntefli á móti TBV Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þetta var fyrsta stigið sem Rhein-Neckar Löwen tapar á heimavelli í deildinni í vetur en liðið hafði unnið sjö fyrstu heimaleiki sína.

Ólafur Stefánsson átti mjög góðan leik og skoraði 8 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen en hann nýtti 3 af 4 vítum sínum og skoraði mörg mikilvæg mörk á lokasprettinum. Guðjón Valur Sigurðsson lék í seinni hálfleik og skoraði eitt mark en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Henning Fritz, markvörður Rhein-Neckar Löwen, varði tvö síðustu skot Lemgo í lokasókninni og tryggði sínu liði eitt stig. Lemgo hélt bolanum síðustu mínútu leiksins.

Rhein-Neckar Löwen var frumkvæðið frá byrjun, var með fimm marka forskot í hálfleik, 17-12, og fjórum mörkum yfir, 21-17, þegar 20 mínútur voru eftir. Lemgo vann hinsvegar næstu tíu mínútur 9-3 og komst tveimur mörkum yfir. Lemgo var síðan með frumkvæðið til leiksloka en Pólverjinn Grzegorz Tkaczyk náði að jafna leikinn mínútu fyrir leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×