Innlent

32 milljónir sendar til Haítí

Mynd/AP

Hjálparstarf kirkjunnar hefur safnað 19,5 milljónum króna til hjálpar- og uppbyggingarstarfs á Haítí. Að auki hefur utanríkisráðuneytið lagt fram þrettán milljónir króna.

Fjármununum verður veitt til Haítí í gegnum ACT Alliance, sem er alþjóðahjálparstarf kirkna og Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að.

Alþjóðahjálparstarf kirkna hefur lengi starfað við hjálparstarf á Haítí og þekkir aðstæður þar vel. Meðal helstu verkefna sambandsins um þessar mundir er uppbyggingarstarf eftir jarðskjálfta á Haítí en einnig í Kína og Chile.

Tæpar tvær milljónir manna misstu heimili sín í jarðskjálftanum í janúar. Fólkið býr nú flest í búðum heimilislausra við erfiðar aðstæður. Um 1.400 búðir eru í höfuðborginni Port-au-Prince og víðar. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×