Júlíus: Var of erfitt í of langan tíma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 7. desember 2010 22:14 Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari. Mynd/Ole Nielsen Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari, sagði að tapið gegn Króatíu í kvöld hafi verið óþarflega stórt. „Auðvitað hefði þetta litið strax betur út ef við hefðum tapað með 5-6 mörkum en við vorum í vandræðum nánast allan leikinn," sagði Júlíus. Ísland lenti í miklum vandræðum í vörninni og náðu króatísku skytturnar sér á mikið flug í síðari hálfleik. „Við ákváðum að halda okkur við 6-0 vörnina til að veita leikmönnum þægindatilfinningu. Þetta var okkar fyrsti leikur í stórmóti frá upphafi og við höfðum einnig áhyggjur af því að ef við færum of framarlega væri of mikið pláss fyrir króatísku sóknarmennina." „En þetta small í raun aldrei. Það komu kaflar inn á milli þar sem við náðum að loka þessu. En aldrei héldum við sjó. Samspilið var ekki mikið á milli varnar og markmanns. Sjálfstraustið var ekki mikið en með því hefðum við getað náð betra spil í sókninni líka." „En við vorum að spila á móti frábæru liði og vissum að þetta yrði erfitt. Ég veit að þær eiga heilmikið inni og munurinn á milli liðanna var ekki svo mikill. Þær voru kannski hraðari en ég gerði ráð fyrir út frá þeim upptökum sem ég hafði af liði Króata." „Króatía lagði upp leikinn með því að keyra á okkur í byrjun og láta okkur finna fyrir því strax. Við fengum því aldrei það tækifæri sem við vorum að vonast eftir - að mæta liði sem væri enn sofandi. Það varð ekki raunin og þær voru klárar í þennan slag. Það gerði málin mun erfiðari fyrir okkur." Ísland tapaði mörgum boltum í leiknum og gerði mistök, sérstaklega í sókninni, sem Króatarnir voru duglegir að refsa fyrir. „Mistökin voru helst til of mörg hjá okkur í dag. Við vorum einnig að spila við hávaxna vörn og áttum erfitt með að ná skoti að utan. Það var ekki fyrr en táningurinn [Þorgerður Anna Atladóttir] kom inn á að eitthvað gekk í þeim efnum. Um leið og ekki gengur að skora af níu metrunum gengur illa að fá varnarmennina út og ná spili inn á sex metrana. Það gekk þó aðeins í fyrri hálfleik og hélt smá glóð í okkur." „Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir okkur en þetta var kannski þetta var kannski of erfitt í of langan tíma. Ég hefði viljað vera lengur inn í leiknum og geta verið í þeirri stöðu að eiga eitthvað inni fyrir síðasta korterið í leiknum." Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari, sagði að tapið gegn Króatíu í kvöld hafi verið óþarflega stórt. „Auðvitað hefði þetta litið strax betur út ef við hefðum tapað með 5-6 mörkum en við vorum í vandræðum nánast allan leikinn," sagði Júlíus. Ísland lenti í miklum vandræðum í vörninni og náðu króatísku skytturnar sér á mikið flug í síðari hálfleik. „Við ákváðum að halda okkur við 6-0 vörnina til að veita leikmönnum þægindatilfinningu. Þetta var okkar fyrsti leikur í stórmóti frá upphafi og við höfðum einnig áhyggjur af því að ef við færum of framarlega væri of mikið pláss fyrir króatísku sóknarmennina." „En þetta small í raun aldrei. Það komu kaflar inn á milli þar sem við náðum að loka þessu. En aldrei héldum við sjó. Samspilið var ekki mikið á milli varnar og markmanns. Sjálfstraustið var ekki mikið en með því hefðum við getað náð betra spil í sókninni líka." „En við vorum að spila á móti frábæru liði og vissum að þetta yrði erfitt. Ég veit að þær eiga heilmikið inni og munurinn á milli liðanna var ekki svo mikill. Þær voru kannski hraðari en ég gerði ráð fyrir út frá þeim upptökum sem ég hafði af liði Króata." „Króatía lagði upp leikinn með því að keyra á okkur í byrjun og láta okkur finna fyrir því strax. Við fengum því aldrei það tækifæri sem við vorum að vonast eftir - að mæta liði sem væri enn sofandi. Það varð ekki raunin og þær voru klárar í þennan slag. Það gerði málin mun erfiðari fyrir okkur." Ísland tapaði mörgum boltum í leiknum og gerði mistök, sérstaklega í sókninni, sem Króatarnir voru duglegir að refsa fyrir. „Mistökin voru helst til of mörg hjá okkur í dag. Við vorum einnig að spila við hávaxna vörn og áttum erfitt með að ná skoti að utan. Það var ekki fyrr en táningurinn [Þorgerður Anna Atladóttir] kom inn á að eitthvað gekk í þeim efnum. Um leið og ekki gengur að skora af níu metrunum gengur illa að fá varnarmennina út og ná spili inn á sex metrana. Það gekk þó aðeins í fyrri hálfleik og hélt smá glóð í okkur." „Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir okkur en þetta var kannski þetta var kannski of erfitt í of langan tíma. Ég hefði viljað vera lengur inn í leiknum og geta verið í þeirri stöðu að eiga eitthvað inni fyrir síðasta korterið í leiknum."
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira