Handbolti

EM: Króatar unnu Svía í æfingaleik um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Króatísku stelpurnar unnu Svía.
Króatísku stelpurnar unnu Svía. Mynd/AFP
Króatía gerði góða ferð til Svíþjóðar um helgina þar sem liðið lék tvo æfingaleiki fyrir EM í Danmörku og Noregi sem hefst í dag.

Króatar unnu einn leik og töpuðu einum en þjálfari liðsins var ánægður með frammistöðuna í báðum leikjunum. Ísland mætir Króatíu í dag í fyrsta leik sínum á EM.

„Ég er ánægður með báða leikina," sagði þjálfarinn Vladimir Canjuga á heimasíðu EHF. „Í fyrstum vildi ég leyfa sem flestum að spila og í þeim síðari var áherslan lögð á úrslit leiksins."

„Miranda Tatari stóð sig vel í sóknarleiknum og fór fyrir honum. Jelena Grubisic (markvörður) stóð sig vel eins og alltaf," bætti hann við en Króatía vann síðari leikinn, 30-27.

„En við þurftum að spila síðari hálfleikinn með þremur rétthentum leikmönnum og misnotuðum þar að auki fjögur vítaköst. Þetta hefði getað verið miklu auðveldara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×