Handbolti

Rakel Dögg: Nánast of mikil gleði í hópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir segir að stemningin í íslenska landsliðinu sé gríðarlega góð en EM í handbolta hefst í dag. Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik í Árósum.

„Ég er sannfærð um það að við séum tilbúnar," sagði Rakel. „Við erum búin að fara vel yfir allt sem við þurfum að gera, bæði innan vallar sem utan. Það er ekki mikið meira sem við getum gert."

„Tilfinningin er mjög góð. Ég hlakka til og er spennt. Það er létt yfir hópnum en allir eru einnig afar einbeittir. Þetta verður erfitt verkefni en við ætlum að njóta hverrar einustu mínútu sem við fáum inn á vellinum," bætti hún við en augljóst var að það var stutt í grínið hjá stelpunum.

„Það liggur við að það sé of mikil gleði í hópnum - enda margir snillingar í honum. Það er mikið hlegið og gert grín. Stemningin er hrikalega góð," sagði Rakel.

Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×