Hvernig ástarþríhyrningur leiddi til alþjóðlegrar handtökuskipunar 7. desember 2010 21:15 Julian Assange. Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“